Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 40
38
verulegri hækkun á bótum lífeyristrygginga og auknum greiöslum úr lífeyrissjóð-
um, bæði vegna mjög aukins bótaréttar og töluverðrar fjölgunar lífeyrisþega.
Jafnframt hafa vaxtatekjur hækkað langt umfram almennar breytingar taxta
vegna aukinnar og almennari verðtryggingar, sérstaklega á síðari hluta þessa
tímabils.1) Allt þetta hefur valdið því að tekjubreytingar hafa farið talsvert fram úr
metnum kauptaxtabreytingum. Á móti vegur hins vegar, að hlutfall beinna
skatta af heildartekjum hefur heldur hækkað á þessu tímabili.
Af einstökum þáttum vegur þyngst, að bætur lífeyristrygginga og einkum þó
vaxtatekjur hafa aukist stórlega á síðari árum. Til marks um áhrif þessa má
nefna, að árið 1977 er hlutur atvinnutekna í heildartekjum talinn um 90%, þ. e.
tilfærslutekjur, vaxtatekjur o. fl. eru um 10% af heildartekjum heimilanna.
Með vaxandi áhrifum verðtryggingar sparifjár og örri fjölgun lífeyrisþega og
hækkun bóta umfram almennar tekjubreytingar vex hlutur tilfærslu- og
vaxtatekna, þannig að á árinu 1982 er áætlað, að hlutfallið sé komið í 20%, þ. e.
að það hafi tvöfaldast á síðustu 5-6 árum. Raunar er fyrirsjáanlegt, að á árinu
1983 muni hlutfallið enn hækka og hlutur atvinnutekna í heildartekjum því fara
niður fyrir 80%.
Á árinu 1982 hækkuðu kauptaxtar allra launþega um 50% að meðaltali miðað
við árið 1981. Hækkunin var svipuð hjá flestum aðildarfélögum Alþýðusam-
bands íslands, eða á bilinu 47-49%, mest þó hjá verkafólki. Kauptaxtar
opinberra starfsmanna hækkuðu hins vegar heldur meira, eða um tæplega 53%,
og gætti þar einkum áhrifa sérkjarasamninganna á síðari hluta ársins. Þessi áhrif
koma enn skýrar í ljós, þegar litið er á hækkun kauptaxta frá upphafi ársins til
loka þess, þar sem kauptaxtar opinberra starfsmanna hækkuðu um tæplega 54%
á síðasta ári en kauptaxtar launþega innan Alþýðusambandsins um tæplega
46%. í heild hækkuðu kauptaxtar um 48% frá upphafi til loka ársins 1982.
Á fyrri hluta ársins 1983 hélt sama þróunin áfram, þar sem kauptaxtar
opinberra starfsmanna hækkuðu nokkru meira en kauptaxtar annarra launþega.
Meðalbreyting taxta allra launþega á fyrri helmingi ársins 1983 er talin hafa
verið um 57,5% miðað við sama tíma í fyrra, um 62% hjá opinberum
Tafla 15. Kauptaxtabreytingar 1979—1982.
Breytingar frá upphafi
Meðalbreytingar, % til loka árs, %
1979 1980 1981 1982 1979 1980 1981 1982
Verkamenn................................. 42,8 51,9 52,7 49,3 51,6 59,3 42,3 46,8
Verkakonur ............................... 42,2 51,2 50,8 49,9 51,6 56,4 43,0 46.8
Iðnaðarmenn .............................. 43,3 51,9 53,9 47,6 51,5 60,8 41,7 44,4
Verslunar-og skrifstofufólk .............. 48,8 51,9 46,0 47,3 60,9 50,5 41,9 44,0
ASÍ samtals .............................. 44,2 51,8 51,1 48,5 53,6 57,1 42,2 45,6
Opinberir starfsmenn ..................... 43,7 49,1 46,1 52,8 48,9 48,4 45,2 53,5
Allir launþegar........................... 44,0 50,9 49,5 49,9 52,0 54,3 43,1 48,1
1) Aukningar útbreiðslu verðtryggingar gætir vitaskuld einnig í vaxtagjöldum heimilanna, þannig að vandasamt
er að meta áhrifin af þessari breytingu á hag heimilanna í heild.