Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Síða 50

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Síða 50
48 um aðra þætti þjóðarútgjaldanna vegna hinna miklu sviptinga, sem orðið hafa í þjóðarbúskapnum að undanförnu. í spá Þjóðhagsstofnunar í apríl síðastliðnum var gert ráð fyrir, að fjármunamyndunin drægist saman um 8% á þessu ári, en nú er talið líklegt, að samdrátturinn verði meiri, eða um 10%. Spáð er samdrætti í öllum greinum fjármunamyndunar og ekki hvað síst reiknað með, að mikið dragi úr innflutningi fjárfestingarvöru. Fyrstu fimm mánuði ársins er innflutn- ingur fjárfestingarvöru annarrar en skipa og flugvéla talinn hafa verið 15% minni á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Jafnframt er nú í spánni gert ráð fyrir, að framkvæmdafé rýrni meira en áður var áætlað vegna meiri verðbólgu en gengið var út frá í fyrri áætlun. Heildarútgjöld til fjárfestingar á síðastliðnu ári eru talin hafa numið 8 378 milljónum króna og svarar það til 27% af þjóðarframleiðslu, en það er svipað hlutfall og árið 1981. Samdráttur fjármunamyndunar að magni til var nokkru meiri en samdráttur þjóðarframleiðslu. Hins vegar hækkaði verðlag fjármuna- myndunar um 56,6%, en verðlag þjóðarframleiðslu um 54,5%. I spám fyrir árið 1983 er gert ráð fyrir mun meiri samdrætti fjármunamyndunar en þjóðarfram- leiðslu. Á hinn bóginn er reiknað með, að verðlag fjármunamyndunar hækki nokkuð umfram verðiag þjóðarframleiðslu. Engu að síður er spáð, að hlutfall fjármunamyndunar af þjóðarframleiðslu muni lækka úr 27% í 25,5%, sem er svipað hlutfall og 1979 og nokkuð undir meðallagi síðustu tíu ára. Birgða- og bústofnsbreytingar. Mikil aukning varð á birgðum útflutningsvöru árið 1982. Aukningin nam tæplega 13% af útflutningsframleiðslunni, en árið áður nam aukningin um 4%. Birgðaaukninguna má að langmestu leyti rekja til sjávarafurða. Um 70% af útflutningsvörubirgðum voru í skreið og er áætlað, að verðmæti skreiðarbirgða hafi numið 750 milljónum króna. Talið er, að skreiðarbirgðir hafi verið 11-12 þúsund tonn um áramót. Uppsöfnun skreiðarbirgða stafar fyrst og fremst af markaðserfiðleikum í Nígeríu, en talið er, að skreiðarverkun hafi dregist saman um 30% á síðasta ári. Álbirgðir námu í árslok 34 þúsundum tonna og jukust um tæplega 14 þúsund tonn á árinu. Birgðir kísiljárns og kísilgúrs lækkuðu hins vegar nokkuð. Þá er talið, að sauðfé hafi fækkað um 6% árið 1982. Refastofn loðdýrabúa þrefaldaðist og einnig fjölgaði fiðurfé. Aðrir bústofnar voru óbreyttir frá fyrra ári. Talið er, að birgða- og bústofnsaukning hafi í heild numið 3,3% af þjóðarframleiðslu á árinu 1982, samanborið við 1,1% árið 1981. í þjóðhagsspá fyrir árið 1983 er nú gert ráð fyrir, að talsvert gangi á útflutningsbirgðir. Miðað er við, að skreiðarbirgðir minnki um 3 þúsund tonn á árinu, en fyrstu fimm mánuði ársins voru flutt út 1 150 tonn. Mjög hefur rofað til á álmarkaði og verð hækkað verulega. Er því reiknað með stórauknum álútflutningi og að mjög gangi á birgðir. Talið er, að útflutningsvörubirgðir minnki í heild um 0,8% af þjóðarframleiðslu ársins, en sem fyrr segir nam birgðaaukningin í fyrra 3,3% af þjóðarframleiðslu ársins. I þessu felst veruleg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.