Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 51
49
aukning útflutnings á þessu ári, þrátt fyrir minnkandi heildarframleiðslu, öfugt
við það sem varð í fyrra, er útflutningur dróst meira saman en framleiðslan og
birgðir söfnuðust upp. Áhrif birgðabreytinganna á framleiðslu og útflutning
koma þó enn skýrar í ljós, ef litið er á mismun birgðabreytinganna (á föstu
verði) frá einu ári til annars fremur en á breytingar hvers árs fyrir sig. í töflum
þessarar skýrslu sýna hlutfallstölur um birgðabreytingar þennan mismun sem
hlutfall af þjóðarframleiðslu fyrra árs, en það gefur meðal annars til kynna,
hvern þátt birgðabreytingar eiga í breytingum þjóðarframleiðslu á ári hverju.
Þjóðarútgjöld í heild.
Þegar tölur um einstaka þætti þjóðarútgjalda ársins 1982 eru dregnar saman,
verður niðurstaðan sú, að í heild hafi þjóðarútgjöld aukist um 2,2%, en í spám á
fyrri hluta ársins 1982 var gert ráð fyrir 1,3% samdrætti. Hér munar mestu um
birgðasöfnunina, sem varð nokkru meiri en reiknað var með í fyrri spám, en að
frátöldum birgða- og bústofnsbreytingum jukust þjóðarútgjöldin um 0,5%,
samanborið við fyrri spá um 0,7% samdrátt 1982 og 4,2% aukningu 1981.
Niðurstaða spánna um einstaka þætti þjóðarútgjaldanna árið 1983 er sú að
meira en 11% samdráttur verði miðað við fyrra ár. Að frátöldum birgða- og
bústofnsbreytingum eru taldar horfur á, að þjóðarútgjöldin verði liðlega 8%
minni en árið 1982.
Tafla 19. Þjóðarútgjöld 1981-1983.
Milljónir króna Magnbreytingar
á verðlagi hvors árs frá fyrra ári, %')
Bráðab. Áætlun Bráðab. Áætlun Spá
1981 1982 1981 1982 1983
Einkaneysla ..................................... 13 240 20 790 5,0 2,0 -9,0
Samneysla......................................... 2 520 3 985 5,0 2,0 0,0
Fjármunamyndun ................................... 5 549 8 378 2,1 -3,6 —10,0
Samtals ............................................. 21 309 33 153 4,2 0,5 -8,2
Birgða-og bústofnsbreytingar......................... 233 1 020 0,4 1,8 —3,8
Þjóðarútgjöld alls ................................... 21 542 34 173 4,6 2,2 -11,4
Taflan um yfirlit nokkurra þjóðhagsstærða 1970-1983, sem sett er fram í
inngangi þessarar skýrslu, gefur færi á samanburði þjóðarútgjalda og -tekna á
mann árabilið frá 1970. Þar kemur meðal annars fram, að við upphaf síðastliðins
áratugar jukust útgjöldin mun meira en tekjurnar, en drógust hins vegar meira
saman, er sló í bakseglin um miðjan áratuginn. Samdrátturinn kom þá einnig
síðar fram í útgjöldum en tekjum og hans gætti lengur, en þjóðarútgjöldin
minnkuðu um 4% á mann árið 1976, er þjóðarframleiðsla jókst um 1,6% og
4