Þjóðarbúskapurinn

Tölublað

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 58

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 58
56 um raunverulegar breytingar mikilli óvissu háðar. Af einstökum liðum þjón- ustuteknanna má fyrst nefna þann langstærsta, tekjur af samgöngum, sem eru um helmingur allra teknanna, en þær jukust um 9% í dollurum milli 1981 og 1982. Gjaldeyristekjur af varnarliðinu jukust einnig óvenjumikið, eða um rösklega fjórðung í dollurum, og urðu tæpur fjórðungur þjónustuteknanna. Það er raunar svipað hlutfall og árin 1980 og 1981, en síðasta áratug hafa þessar tekjur að jafnaði numið um 15-20% af þjónustutekjunum öllum. Tekjur af erlendum ferðamönnum, sem höfðu dregist saman árin 1980 og 1981, jukust á ný á síðasta ári, um 15% í dollurum, og urðu um 7% af þjónustutekjunum. I heild er útflutningur vöru og þjónustu þannig talinn hafa dregist saman um 9% að raungildi árið 1982, samanborið við um 2% aukningu árið 1981. í spám fyrir árið 1983 er, sem fyrr segir, gert ráð fyrir samdrætti í framleiðslu sjávarvöru en aukningu í annarri framleiðslu til útflutnings. Heildarniðurstaða spárinnar um útflutningsframleiðslu er 1% minni framleiðsla en á síðastliðnu ári. A hinn bóginn virðast horfur á, að á þessu ári gangi á útflutningsbirgðir og útflutningur aukist því að mun, þótt framleiðslan dragist saman. Hvað sjávar- afurðir varðar, er búist við því — verði á annað borð af loðnuveiðum — að loðnuafurðir verði ekki fluttar út fyrr en á næsta ári og því verði um loðnubirgðir að ræða um áramót. Gert er ráð fyrir, að út verði fluttur um þriðjungur þeirra skreiðarbirgða, sem til voru í landinu um síðustu áramót, en að á hinn bóginn safnist nokkrar birgðir frysti- og síldarafurða. Samtals felur þetta í sér nokkra aukningu sjávarvörubirgða, en á móti er reiknað með, að út verði flutt yfir 20 þúsund tonn af áli umfram ársframleiðsluna og útflutningsvörubirgðir í heild minnki því eftir mikla aukningu í fyrra. Samkvæmt þessum spám eykst útflutningur um 13-14% að raungildi miðað við fyrra ár. Óvissa ríkir þó í ýmsum greinum, meðal annars um útflutning á frystum karfa og skreið. Það sem af er árinu hefur útflutningurinn verið all breytilegur frá einum mánuði til annars eins og jafnan áður. Fyrri hluta ársins var vöruútflutn- ingurinn á föstu meðalgengi 6% meiri en í fyrra, en það svarar líklega til rösklega 3% magnaukningar. Útflutningur sjávarafurða var heldur minni en í fyrra, álútflutningurinn miklu meiri, 59 þúsund tonn samanborið við 34 þúsund tonn á fyrri helmingi síðasta árs, kísiljárnsútflutningur var rösklega tvö þúsund tonnum meiri en í fyrra, en annar vöruútflutningur hefur nánast staðið í stað. Upplýsingar um þjónustutekjur í ár ná enn sem komið er aðeins til fyrsta fjórðungs ársins og kom þá fram nokkur aukning miðað við sama tíma í fyrra. I spá fyrir árið allt er þó ekki gert ráð fyrir aukningu þjónustutekna. í heild er útflutningur vöru og þjónustu á þessu ári því talinn verða um 8V2% meiri að raungildi en í fyrra. Innflutningur. Verulegar sveiflur í raungengi krónunnar undanfarin ár hafa sett svip sinn á innflutningseftirspurnina, en hún ræðst meðal annars af hlutfalli innlends og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.