Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Qupperneq 58
56
um raunverulegar breytingar mikilli óvissu háðar. Af einstökum liðum þjón-
ustuteknanna má fyrst nefna þann langstærsta, tekjur af samgöngum, sem eru
um helmingur allra teknanna, en þær jukust um 9% í dollurum milli 1981 og
1982. Gjaldeyristekjur af varnarliðinu jukust einnig óvenjumikið, eða um
rösklega fjórðung í dollurum, og urðu tæpur fjórðungur þjónustuteknanna. Það
er raunar svipað hlutfall og árin 1980 og 1981, en síðasta áratug hafa þessar
tekjur að jafnaði numið um 15-20% af þjónustutekjunum öllum. Tekjur af
erlendum ferðamönnum, sem höfðu dregist saman árin 1980 og 1981, jukust á
ný á síðasta ári, um 15% í dollurum, og urðu um 7% af þjónustutekjunum.
I heild er útflutningur vöru og þjónustu þannig talinn hafa dregist saman um
9% að raungildi árið 1982, samanborið við um 2% aukningu árið 1981.
í spám fyrir árið 1983 er, sem fyrr segir, gert ráð fyrir samdrætti í framleiðslu
sjávarvöru en aukningu í annarri framleiðslu til útflutnings. Heildarniðurstaða
spárinnar um útflutningsframleiðslu er 1% minni framleiðsla en á síðastliðnu
ári. A hinn bóginn virðast horfur á, að á þessu ári gangi á útflutningsbirgðir og
útflutningur aukist því að mun, þótt framleiðslan dragist saman. Hvað sjávar-
afurðir varðar, er búist við því — verði á annað borð af loðnuveiðum — að
loðnuafurðir verði ekki fluttar út fyrr en á næsta ári og því verði um loðnubirgðir
að ræða um áramót. Gert er ráð fyrir, að út verði fluttur um þriðjungur þeirra
skreiðarbirgða, sem til voru í landinu um síðustu áramót, en að á hinn bóginn
safnist nokkrar birgðir frysti- og síldarafurða. Samtals felur þetta í sér nokkra
aukningu sjávarvörubirgða, en á móti er reiknað með, að út verði flutt yfir 20
þúsund tonn af áli umfram ársframleiðsluna og útflutningsvörubirgðir í heild
minnki því eftir mikla aukningu í fyrra. Samkvæmt þessum spám eykst
útflutningur um 13-14% að raungildi miðað við fyrra ár.
Óvissa ríkir þó í ýmsum greinum, meðal annars um útflutning á frystum karfa
og skreið. Það sem af er árinu hefur útflutningurinn verið all breytilegur frá
einum mánuði til annars eins og jafnan áður. Fyrri hluta ársins var vöruútflutn-
ingurinn á föstu meðalgengi 6% meiri en í fyrra, en það svarar líklega til
rösklega 3% magnaukningar. Útflutningur sjávarafurða var heldur minni en í
fyrra, álútflutningurinn miklu meiri, 59 þúsund tonn samanborið við 34 þúsund
tonn á fyrri helmingi síðasta árs, kísiljárnsútflutningur var rösklega tvö þúsund
tonnum meiri en í fyrra, en annar vöruútflutningur hefur nánast staðið í stað.
Upplýsingar um þjónustutekjur í ár ná enn sem komið er aðeins til fyrsta
fjórðungs ársins og kom þá fram nokkur aukning miðað við sama tíma í fyrra. I
spá fyrir árið allt er þó ekki gert ráð fyrir aukningu þjónustutekna. í heild er
útflutningur vöru og þjónustu á þessu ári því talinn verða um 8V2% meiri að
raungildi en í fyrra.
Innflutningur.
Verulegar sveiflur í raungengi krónunnar undanfarin ár hafa sett svip sinn á
innflutningseftirspurnina, en hún ræðst meðal annars af hlutfalli innlends og