Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 64

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 64
62 eignin sem því nam. í árslok var gjaldeyrisstaðan jafnvirði 1 263 milljóna króna, reiknað á meðalgengi ársins. Það svarar til um 4% af þjóðarframleiðslu. Gjaldeyrisstaðan rýrnaði því um 3,5% af þjóðarframleiðslu á árinu 1982. Innstreymi langra erlendra lána árið 1982 nam 3 625 milljónum króna, en reiknað á meðalgengi 1982 nam innstreymið 1981 2 749 milljónum króna og er því um 31,9% aukningu að ræða. Að nokkru leyti á þessi aukning rætur að rekja til skuldbreytinga. Afborganir langtímalána námu 1 250 milljónum króna, samanborið við 1019 milljónir króna 1981. Nettóaukningin er því 2 375 milljónir, eða sem svarar 7,6% af þjóðarframleiðslu, en nettóaukning langra lána nam 1 063 milljónum króna 1981 (reiknað á meðalgengi þess árs), eða um 5% af þjóðarframleiðslu. I dollurum talið jukust erlendar langtímaskuldir um 14%. Samkvæmt bráðabirgðatölum námu erlendar skuldií til langs tíma 19 830 milljónum króna við árslok og var þá hlutfall þeirra af þjóðarframleiðslu komið upp í 48%. Túlkun á hlutfallstölum af þessu tæi er vandasöm og ber að hafa nokkur atriði í huga, sem hækka skuldahlutfallið. í fyrsta lagi minnkaði þjóðarframleiðslan um 2% á árinu. í öðru lagi hækkaði dollarinn um 72,9% að meðaltali, en mikill hluti erlendra lána er í dollurum. Verðvísitala þjóðarfram- leiðslu hækkaði hins vegar um 54,5% og er því hlutfallsleg hækkun dollarans um 12%. Nær helmingur af erlendum lánum er tekinn vegna orkuframkvæmda og rúm 12% vegna samgangna. En slíkar fjárfestingar skila arði og þar með aukinni þjóðarframleiðslu á löngum tíma. Hækkun skuldahlutfallsins árið 1982 hefur því ráðist að nokkru af ýmsum tímabundnum þáttum, en að hluta er þó um varanlegri aukningu að ræða, því erlendar skuldir hafa farið vaxandi um árabil. A undanförnum árum hefur nettóaukning skammtímaeigna (þ. e. skuldir til skemmri tíma en eins árs að frádregnu andvirði ógreidds útflutnings og nettógjaldeyriseign bankakerfisins) vegið upp nettóaukningu langtímaskulda og hefur því nettóskuld þjóðarbúsins verið mjög stöðug sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu, eða um 32%. Rýrnun gjaldeyrisstöðunnar árið 1982 hefur haft það í för með sér, að skammtímaeignir nettó hafa minnkað verulega. Nettóskuld þjóðarbúsins hefur því aukist úr 31,8% af þjóðarframleiðslu árið 1981 upp í 48% árið 1982. Greiðslur afborgana og vaxta af löngum lánum námu á árinu nær 2 800 milljónum króna. Greiðslubyrðin var því 21,4% af útflutningstekjum og hefur aldrei verið hærri. Greiðslubyrðin var 16,4% árið 1981 og stafaði hlutfallshækk- unin að af 2/s hlutum af samdrætti útflutningstekna, en að % hlutum af beinni aukningu á greiðslum afborgana og vaxta, sem hækkuðu um 10% í dollurum. Tafla 28. Erlend lán og greiðslubyrði 1977—1982. 1977 1978 1979 1980 1981 1982 Erlend langtímalán sem % af þjóðarframleiðslu 31,6 33,8 34,6 34,8 37,0 48,0 Greiðslubyrði sem % af útflutningstekjum 13,7 13,1 12,8 14,1 17,0 21,4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.