Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 65
63
Tafla 29. Gjaldeyrisstaðan og nettóskuldir 1977—1982.
% af þjóðarframleiðslu.
1977 1978 1979 1980 1981 1982
Gjaldeyrisstaðan, nettó 1,5 3,0 4,7 5,7 7,5 4,1
Nettóskuldir þjóðarbúsins 31,6 32,0 32,0 31,8 32,0 48,2
f þjóðhagsspá 1983 er gert ráð fyrir, að útflutningsverðmæti aukist um 13-
14% að raungildi, eins og að ofan er rakið. Innflutningur vöru er talinn dragast
saman um 11%. Standist þessar spár, verður vöruskiptajöfnuðurinn, reiknaður
á föstu verði ársins 1982, hagstæður um 1% af þjóðarframleiðslu, en var
óhagstæður um 6% í fyrra. Pá eru og horfur á 3% bata á viðskiptakjörum
vöruviðskipta, sem leiðir til enn frekari bata á vöruskiptajöfnuði, og á verðlagi
ársins er hann talinn verða hagstæður um rösklega 2% af þjóðarframleiðslu.
Þjónustujöfnuður er talinn verða óhagstæður um 4V2% af þjóðarframleiðslu,
eða ívið meira en í fyrra, og virðist sú spá studd af bráðabirgðauppgjöri fyrsta
fjórðungs þessa árs, sem sýndi svipaðan halla á föstu gengi og á sama tíma í
fyrra. Aukinn þjónustuhalli stafar ekki síst af því, að þrátt fyrir að spáð sé
lækkun á þeim vaxtafæti, sem ræður vöxtum af erlendum skuldum þjóðarinnar
úr nær 12% síðastliðið ár í um 10% á þessu ári, er reiknað með, að
vaxtagreiðslur aukist verulega vegna aukinna erlendra skulda að undanförnu.
Kjör í þjónustuviðskiptum eru talin munu batna viðlíka og í vöruviðskiptum og
vegur það að nokkru upp magnbreytingarnar.
Samkvæmt þessum spám yrði viðskiptajöfnuðurinn í heild, reiknaður á
verðlagi ársins 1982, óhagstæður um rúmlega 3V2% af þjóðarframleiðslu. Vegna
batnandi viðskiptakjara yrði viðskiptajöfnuðurinn, reiknaður á verðlagi þessa
árs, hins vegar skárri en þetta, og hallinn næmi tæplega 2V2% af þjóðarfram-
leiðslu. í aprílspá var gert ráð fyrir, að hallinn yrði 3]/2-4% af þjóðarframleiðslu.
Niðurstaðan af þessum spám er því sú, að mjög dragi úr viðskiptahalla miðað
við fyrra ár. Batinn, sem spáð er, felst allur í vöruskiptunum og á rætur að rekja
til mikils afturkipps í innflutningi en þó ekki síður til ólíkra markaðsaðstæðna
fyrir útflutning í ár og í fyrra, sem fram komu í birgðasöfnun í fyrra en
birgðaminnkun í ár. Sú sveifla, sem spáð er fyrir birgðabreytingar milli áranna
1982 og 1983, skýrir raunar um helming batans í vöruskiptajöfnuðinum. Ástæða
er til að benda á, að ekki er tryggt að þessi bati komist allur til skila á þessu ári.
Innflutningsþróunin það sem af er árinu virðist í samræmi við spána, en
útflutningsspáin er ótraustari, og fremur á þann veg að útflutningurinn verði
minni en hér er spáð. Reynist vöruskiptajöfnuðurinn lakari en hér er reiknað
með, má á hinn bóginn hafa í huga, að ástæða virðist til að ætla að
þjónustujöfnuður gæti frekar reynst betri en lakari en hér er spáð. Á fyrsta
fjórðungi ársins var vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður um 148 milljónir króna en
viðskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 408 milljónir, samanborið við 1 210