Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Qupperneq 72
70
teknir upp, þ. e. tollafgreiðslugjald og skattur á innlánsstofnanir1). Allt skýrir
þetta hina miklu hækkun ríkistekna á síðasta ári og þar með að hluta hagstæða
afkomu ríkissjóðs.
í bráðabirgðauppgjöri liggur fyrir skipting ríkisútgjalda eftir málaflokkum
árið 1982. Ef geta skal einstakra flokka útgjalda, má nefna, að útgjöld til
félagsmála jukust um rúmlega 55% á síðasta ári, eða svipað og útgjöldin í heild,
enda vegur þessi málaflokkur mjög þungt í útgjöldum ríkissjðs, um 57%. Innan
þessa málaflokks munar mest um útgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála, sem
eru um tveir þriðju af öllum félagsmálaútgjöldum. Árið 1981 hækkuðu þessi
útgjöld afar mikið og talsvert umfram almenna hækkun verðlags, en í fyrra má
segja, að þau hafi nánast staðið í stað að raungildi, þ. e. hækkað svipað og
verðlag. Að því er varðar þróun annarra meiri háttar útgjaldaþátta ríkisins á
síðasta ári er það að segja, að þar sker sig einna helst úr meira en tvöföldun
niðurgreiðslna búvara í krónum talið, en sem hlutfall af ríkisútgjöldum námu
þær tæplega 9% í fyrra, en um 6V2% á árinu 1981.
Eins og áður sagði var rekstrarafkoma ríkissjóðs fremur hagstæð á síðasta ári,
þegar á heildina er litið. Framan af árinu hækkuðu tekjur talsvert umfram gjöld
og gætti þar einkum áhrifa mikillar innlendrar eftirspurnar, sem skilaði sér í
mjög auknum tekjum af innflutningi og söluskatti. Um og eftir mitt árið dró hins
vegar verulega úr innflutningseftirspurn, sérstaklega eftir gengisbreytinguna í
ágústmánuði, og tekjur af aðflutningsgjöldum drógust saman að raungildi miðað
við sama tíma árið áður. Þannig voru tekjur af almennum aðflutningsgjöldum á
síðasta fjórðungi ársins aðeins um 20% hærri í krónutölu en á sama tíma árið
áður, en verðlagshækkanir voru rétt um 60%. í þessu fólst því um það bil
fjórðungs samdráttur að raungildi. Mikil innheimta beinna skatta á síðari hluta
ársins, ásamt því að útgjaldaaukningin var hægari en verðlagsbreytingum nam,
leiddi hins vegar til þess, að rekstrarafgangur varð hjá ríkissjóði á síðustu
mánuðum ársins og þar með árinu í heild.
Á síðari hluta árs 1982 tók að draga úr eftirspurn og veltu innanlands.
Þessarar þróunar gætir mjög í tekjum ríkissjóðs, það sem af er þessu ári. Fyrstu
sex mánuði þessa árs voru innheimtar tekjur ríkissjóðs rúmlega 57% hærri en á
sama tíma í fyrra. Aukning gjalda var hins vegar mun meiri, eða rétt tæplega
80%. Með hliðsjón af því, að almenn verðlagshækkun á fyrri helmingi ársins var
að meðaltali um 78% miðað við sama tíma í fyrra, felst í þessum tölum um 12%
samdráttur í tekjum að raungildi. Ríkisútgjöld virðast aftur á móti hafa verið
svipuð eða jafnvel heldur meiri að raungildi en í fyrra. Af þessum sökum var í
lok júnímánaðar kominn fram verulegur rekstrarhalli á ríkissjóði, sem nam
rúmlega 800 milljónum króna, eða tæplega 13% af tekjum. Til samanburðar má
nefna, að á sama tíma í fyrra var rekstrarafgangur hjá ríkissjóði, er nam tæplega
1% af tekjum. Jafnframt varð útstreymi á lánareikningum utan Seðlabanka og á
viðskiptareikningum, er nam um 370 milljónum króna, þannig að greiðsluaf-
1) Sjá Annál efnahagsmála á árinu 1982.