Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 76

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 76
Gengisþróun Hækkandi gengi Bandaríkjadollars setti mjög svip sinn á þróun alþjóðagjald- eyrismála á árinu 1982. Allt fram í nóvember hækkaði gengi dollars nokkuð jafnt og þétt, en í þeim mánuði og hinum næsta féll það nokkuð gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum heims. Þetta ástand var þó skammvinnt og á þessu ári hefur dollargengi hækkað á ný og haldist hátt fram yfir mitt ár. Þessa gengisþróun er erfitt að skýra til hlítar, ekki síst af því, að þótt verðbólga hafi farið lækkandi í Bandaríkjunum undanfarin misseri hefur hún til þessa verið enn lægri í Japan og Vestur-Þýskalandi. Ennfremur er þess að gæta, að dollargengi hækkaði mjög á árinu 1981, auk þess sem greiðsluafgangur varð á viðskiptajöfnuði bæði í Japan og Vestur-Þýskalandi á sama tíma og viðskipta- halli Bandaríkjanna fór vaxandi og fer enn samkvæmt opinberum skýrslum. Að hluta mátti skýra gengisþróunina 1981 og fram eftir ári 1982 með því, að raunvextir voru mun hærri í Bandaríkjunum en öðrum helstu iðnríkjum. Þessi vaxtamunur minnkaði verulega eftir því sem leið á árið 1982, að því er skammtímavexti varðar. Vextir til langs tíma — og væntingar um þá — hafa hins vegar til þessa haldist háir í Bandaríkjunum og er þar vafalaust mikilvægrar skýringar að leita á háu dollargengi. Miðað við fyrri reynslu og kenningar dugir þessi vaxtamunur þó naumast til þess að skýra hið háa gengi dollars undanfarin ár. Til þess að fá frekari skýringar á hinu háa dollargengi verður að líta til langtímafjármagnshreyfinga og skoðana fjárfestingaraðila á því hvar og í hvaða mynt sé vænlegast að festa fé til lengdar. Enn er þess að geta, að svo virðist sem í opinberum skýrslum Bandaríkjanna séu gjaldeyristekjur þeirra nokkuð van- metnar. Þetta á ef til vill fyrst og fremst við um þjónustutekjur en einnig aðrar svonefndar ósýnilegar greiðslur, en í þeim liðum greiðslujafnaðar virðast hafa verið vaxandi skráningarskekkjur á síðustu árum. Þrálátur halli á ríkisfjármálum í Bandaríkjunum og aðhaldssöm stefna í peningamálum stuðlar að háum vöxtum þar í landi. Vaxtalækkunin, sem hófst í lok ársins 1982 og hélt áfram með hléum á fyrri hluta þessa árs, virðist hafa stöðvast um mitt árið 1983 og jafnvel snúist til hækkunar og er nú talið ólíklegt, að vextir lækki þar í landi alveg á næstunni. Þessar horfur virðast styðja þá skoðun, að gengi dollars haldist hátt enn um sinn, þótt erfitt sé um það að spá. í þessu efni skiptir þó vitaskuld einnig miklu hver framvindan verður í öðrum helstu iðnríkjum, en hagþróun í Japan og Vestur- Þýskalandi virðist að undanförnu til þess fallin að styrkja fremur gengi gjaldmiðla þessara ríkja og þar með veikja stöðu dollarans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.