Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Síða 100
98
standa straum af niðurgreiðslu oiíuverðs meðan tekjur af útflutningsgjaldi
hrökkva ekki fyrir útgjöldum sjóðsins. Ennfremur kveða lögin á um framleng-
ingu 7% olíugjalds á árinu 1983.
Alþingi samþykkti lög um efnahagsaðgerðir (nr. 2/1983) og er hér um að ræða
staðfestingu Alþingis á bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar frá 21. ágúst 1982
með nokkrum breytingum. Helstu ákvæði laganna eru þessi:
(a) Fella skal niður helming þeirrar verðbótahækkunar launa sem ella hefði
orðið 1. desember 1982 skv. ákvæðum laga nr. 13/1979. Þetta ákvæði tekur
einnig til launa í verðlagsgrundvelli landbúnaðarins og í vinnslu- og
dreifingarkostnaði búvöru.
(b) Draga skal sérstaklega 2,9% frá verðbótahækkun launa 1. september 1982.
(c) Við fyrstu fiskverðsákvörðun eftir 1. september 1982 skal meðalhækkun
fiskverðs ekki verða meiri en nemur hækkun verðbóta á laun eftir 1.
september til þess tíma er fiskverðsákvörðunin tekur gildi, að teknu tilliti til
þess sem kemur fram í a).
(d) Kveðið er á um ráðstöfun helmings gengismunar af birgðum sjávarafurða til
ýmissa þarfa í sjávarútvegi, en stærsta fjárhæðin í þessu skyni er 80 milljóna
króna óafturkræft framlag til togara til að bæta rekstrarafkomu þeirra vegna
aflabrests á fyrri hluta ársins 1982.
(e) Kveðið er á um lækkun verslunarálagningar samkvæmt svonefndri 30%
reglu, þannig að einungis er leyfð álagning á 30% þeirrar hækkunar
álagningarstofns, sem ieiðir af gengisbreytingunni í ágúst 1982.
(f) Sérstakt tímabundið vörugjald er hækkað á tímabilinu frá 23. ágúst til
febrúarloka 1983 þannig að af þeim vörum sem áður var greitt 24% gjald
greiðist 32%, og af þeim vörum sem áður var greitt 30% greiðist 40% gjald.
Að öðru leyti var gjaldið framlengt óbreytt til ársloka 1983.
(g) Heimilað er að greiddar verði sérstakar bætur úr ríkissjóði til láglaunafólks
að fjárhæð allt að 50 milljónir króna á árinu 1982.
Mars.
Verðbótahækkun launa fyrir tímabilið mars til maí samkvæmt ákvæðum laga nr.
13/1979 reyndist 14,74%. Hækkuðu því öll laun og launataxtar um þá
hundraðstölu.
Bensíngjald var hækkað úr kr. 3,06 á hvern lítra í kr. 3,40 á hvern lítra eða um
rösklega 11%.
Hinn 1. mars hófst sala á verðtryggðum spariskírteinum ríkissjóðs í 1. flokki
1983. Kjör skírteinanna eru hin sömu og í báöum flokkum ársins 1982, þ. e.
vextir eru 3,5% á ári, binditími er 3 ár og söluverð skírteinanna breytist daglega
með sérstökum verðbótum, 'sem reiknuð eru innan mánaðar auk þess sem
söluverðið breytist milli mánaða í samræmi við breytingar lánskjaravísitölu.