Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 8
6
2. gr. — Tilgangur félagsins er: 1) að stuðla
að fjölgun dýrategunda á fslandi, sérstaklega
nieð tilliti til ræktunar loðdýra. 2) að veita vernd
gegn eyðingu innlendra dýrategunda. 3) að
stuðla að stofnun hagsmunafélaga til grávöru-
framleiðslu.
3. gr. — Tilgangi sínum hugsar félag'ið sér að
ná með því að efla þekkingu á dýrategundum,
sem áður eru lítt þekktar á íslandi, leiðbeina
mönnum með ræktun þeirra dýra, sem eru lient-
ug til grávörúframleiðsiu, halda saman inn-
lendri og erlendri þekkingu um lifnaðarháttu
og ræktun dýra og söluskilyrði á afurðum af
slíkum dýrum, fræða menn um nauðsynina á
að nota í allri dýrarækt kjmgóðar tegundir, sjá
um skipulag á ættfærslu ræktaðra dýra, og reyna
að hafa álirif á löggjöfina i samræmi við til-
gang sinn. Jafnframt vill félagið vinna á móti
því að fluttar verði til landsins dýrategundir,
sem geta orðið til tjóns.
4. gr. — Félagsmenn geta þeir orðið, sem hug
hafa á þessum málum og' greiða árstillag til
félagsins. Þó þurfa þeir að vera samþykktir á
lögmætum félagsfundi til þess að geta talizt full-
gildir félagar.
5. gr. — Stjórn félagsins skipa 5 menn, formað-
ur, ritari og gjaldkeri, og eru störf þeirra eftir
gildandi venjum, og 2 meðstjórnendur. Jafn-
margir skulu kosnir til vara. Stjórnarkosning fer
fram á aðalfundi félagsins.
6. gr. — Stjórnin er fulltrúi félagsins og fer