Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 71
69
ýmiskonar litblæ. Fyrir fallegustu skinn þeirrar
tegundar munu fást nú 20—25 krónur.
Það liefir því miður ekki tekizt að fá kunn-
áttumann til að skrifa leiðbeiningar um kanínu-
rækt í ársritið að þessu sinni. A útlendum mál-
um, m. a. á dönsku og norsku, eru til ýmsar bæk-
ur um þetta efni, og er þeim, sem við kanínu-
rækt fást, auðvelt að afla sér þeirra. Þó ætla eg
að setja hér lítilsháttar leiðbeiningar um fóðr-
un þeirra, að mestu teknar cftir nýútkominni
bók, Rex-Kaninen eftir J. Brems (ó dönsku). Eg
liefi jafnframt liaft tal af lir. Vilhelm Bernhöft
bakara, sem liefir liaft kanínur með liöndum og
er mjög athugull maður í þessum efnum, og
styðst einnig við upplýsingar hans.
Kanínur eru jurtaætur, en að öðru leyti ekki
vandfóðraðar. Þær éta allskonar grænmeti, róf-
ur, kartöflur, grænt hey o. s. frv. Jafnframt þessu
fóðri gaf Bernhöft sínum kanínum gamalt brauð
og var það hiun liezti fóðurbætir. Hann vill taka
mönnum vara fyrir að gefa þeim ekki nýtt
brauð, því að þær vilja verða uppþembdar af
því. Þurt hey, t. d. græna töðu, éta þær einnig
og þrífast vel af. Allskonar úrgang frá heimil-
um éta þær einnig. Gæta verður þess, að gefa
þeim ekki mikið i einu af nýju káli, þær vilja
fá niðurgang af því.
í bók þeirri, er ég gat um, segir svo um fóðr-
un þeirra: Ekki er liægt að setja upp fastar
reglur um matarskammt handa kanínum, því aö
mjög er mismunandi hve þurftarfrekar þær eru.