Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 47
45
liósta og hryglu. Sjaldan drepa lungnaormarnir,
en veikla dýrin mjög, og gera þau móttækileg
fyrir öðrum sjúkdómum, einkum lungnabólgu.
Engin nothæf lækning er þekkt við sýki þessari.
d) Bendilormar eru oft í refum, en virð-
ast ekki sýkja þá verulega. Gott bendilorma-
meðal er brometum orecolicum, og eru gefin af
því 0,20—0,25 gr.
e) Eyrnamaur lifir i liúðinni innan í eyr-
anu og veldur þar bólgu og útsvitun, sem ásamt
eyrnavaxinu myndar skorpur innan i eyranu.
Eymabúðin á tófum er fíngerð og' slétt, og er
því auðvelt að sjá húðbólguna og hrúðurmynd-
unina þegar i byrjun. Maurinn sést auðveldlega
‘ i stækkunargleri. Sýki þessi er mér vitanlega
ekki til i refum bér á landi.
f) Flær eru ekki ósjaldan á refum og þrif-
ast ágætlega í liinu þétta hári. Flærnar verpa
eggjum sinum milli háranna og einnig i óhrein-
indum í refahúsunum. Til þess að útrýma flón-
um, er ekki nægilegt að drepa flær og egg, sem
eru á refnum, heldur verður einnig að hreinsa
búsin vandlega og brenna þau að innan með
lampa. Flærnar valda kláða, svo að refurinn
tannar sig og reitir á þann hátt bárið af sér og
eyðileggur belginn. Oft koma smásár á liúðina,
sem orsaka húðbólgu (eksem).
Yenjulegast er kamfóruspíritus notaður til
lækninga við flónum, og er honum þá spýtt inn
á milli háranna og fælir það flærnar. Bezta með-
alið er þó cuprex. Er fáeinum ccm. af því nudd-