Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 63
61
pör, af þeim gutu 4 pör í vor, að eins 1 par full-
orðið var ófrjótt“.
Frá Ljárskógum.
Jón bóndi Guðmundsson í Ljárskógum i Dala-
sýslu hefir mikið fengizt við refi um æfina, bæði
við að veiða þá og eins alið þá upp heima fyrir;
fram að síðustu árum hefir það þó verið að
eins til þess að láta þá ná fullum þroska vegna
skinnanna. Hann á nú uppkomna syni og hefir
einn þeirra, Guðmundur, dvalið i Noregi til þess
að kynna sér nýtízku aðferðir við refaræktun.
Eftir heimkomu hans, 1929, settu þeir feðgar
upp nýtízku refagirðingar, þó að eins fyrir ís-
lenzka refi. Nú í haust fá þeir 3 pör af silfur-
refum frá Noregi.
í svarbréfi sínu til mín færist Jón bóndi und-
an þvi að skrifa nokkuð i ársritið. Þó leyfi ég
mér að taka dálitið upp úr bréfinu.
„Við byrjuðum vorið 1929 með 3 pör yrðlinga,
fengum undan 2 pörum ársgömlum 13 yrðlinga.
í vor fengum við yrðlinga undan þeim öllum 3,
þá tvævetrum, en hinsvegar engan yrðling und-
an veturgömlu dýrunum. Þau voru 4—5 vikum
siðar alin en venjul. villt dýr, eða yrðlingar und-
an fullorðnum dýrum i fangelsi og teljum við
víst að þau hafi ekki verið orðin kynþroska fyrir
þá sök, hversu yrðlingarnir voru siðla fæddir
vorið áður. —
Ég hefi margra ára reynslu fyrir því, að vel