Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 42
Refaeldi og refasjúkdómar.
Höfuðskilyrðið til þess að framleiða fallegt
refaskinn, er að dýrið sé frískt. Hversu kyngott
sem dýrið er, og hvað vel sem það er fóðrað,
kemur hvorugt þetta að lialdi, nema refirnir séu
heilbrigðir.
Fyrst eftir að byrjað var á refaræktinni og
fram til skamms tírna, var það trú, að refirnir
þyrftu að geta hreyft sig mikið, grafið sig i jörðu
og' étið gras. Þess vegna voru refagirðingarnar
hafðar stórar. Reynslan hefir nú fært sanninn
heim um það, að þessar stóru girðingar eru ekki
heppilegar til framhúðar. Það hefir reynzt afveg
ómögulegt að lialda þeim hreinum og lieilnæm-
um. Þegar refirnir hafa verið i þeim i nokkur
ár, byrja sjúkdómarnir, fyrst og fremst orma-
sýkin og oft og einatt einnig næmir bakteríu-
sjúkdómar. Nú er það talið fullsannað, að bezt
sé að liafa girðingarnar litlar og með vírneti, og
ennfremur að bezt sé að hafa refina i liúsi að
sumrinu og einungis úti á vetrum. Ástæðan er
sú, að hægt er að hreinsa litlar girðingar, eink-
um ef virnet er í gólfinu, og séu dýrin ekki liöfð