Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 33
31
um eru innýflaormar. Dr. Rochmann, sem fyr
er getið, taldi að sjúkdómahætta væri mun minni
hér á landi en í Noregi, enda er reynsla fengin
fjTÍr því, að svo er. Mér-vitanleg'a liefir ekki
drepist liér á landi fullorðinn silfurefur enn.
Innýflaormana hafa Norðmenn að miklu leyti
losnað við í seinni tíð, með auknu hreinlæti.
Þeir hreinsa búrin með eldsprautum, sérstaklega
búr með sand- eða malarbotni. Þá láta sumir
dýrin, sérstaklega refina, ganga á trégólfi.
Nýjustu tilraunir til að forðast sjúkdóma, er
að láta dýrin ganga á netgólfi. Þetta hefir reynst
mjög vel, en þó liefir dr. Rockmann ekki vilj-
að ráða til þessa, fyr en frekari reynsla er kom-
in fyrir þessu, en allmiklar liknr eru til að þetta
verið framtíðar-lausnin.
Að þessu er þar að auki afarmikill vinnu-
sparnaður, þar sem það sparar hreinsun að
mestu leyti.
Tímgun silfurrefa.
Áður var álitið, að nauðsynlegt væri að láta
refi tímgast þannig, að hvert par væri út af fyr-
ir sig. Nú tiðkast ávallt meira og meira að nota
karldýr til fleiri en einnar grenlægju, en á byrj-
unarstigi i ræktun er vissast að fara varlega i
þessu efni.
Silfurrefir tímgast vanalega í febrúar og marz.