Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 50
48
um orsakast þó meltingarsjúkdómar þessir af
bakteríum, einkum ef ormar eru í görnunum.
Af þessu leiðir, að allmikla nærgætni þarf að
viðhafa við refafóðrun. Mjölmaturinn verður að
vera óskemmdur og vel soðinn. Kjöt, innýfli og
fiskur þarf að vera nýtt og óskemmt. Vel má þó
notað þurkað kjöt og þurkaðan fisk, en gæta
verður þess, að refir þola illa fitu, einkum ef hún
er þrá. Verður því að þurka kjötið og fiskinn
þannig, að það þráni ekki. Ennfremur verður að
hreinsa drykkj arílátin daglega. Skitin drykkjar-
ilát orsaka oft meltingarsjúkdóma.
Einkenni meltingarsjúkdómanna eru, að hægð-
ir verða óreglulegar, oft og einatt þrálát skita eða
þá að saurinn er þakinn slími. Matarlystin er lítil
og óregluleg. Sé um garnabólgu að ræða, er saur-
inn mjög daunillur og blandaður blóði og slimi
og einatt í honum ómeltar matarleifar.
Orsakist meltingartruflanirnar af fóðrinu er
rétt að tæma þarminn með þvi að gefa amerik-
anska olíu (10—20 gr.) eða magnesíumjólk (dá-
litið af magnesíu er hrært út í vatni og af því
gefnar 1—2 matskeiðar). Síðan er fóðrað gæti-
lega með nýjum fiski eða kjöti og innýflum. Ef
orsökin er bakteríur, t. d. liafi verið gefið skemmt
fóður, er farið eins að, en auk þess er nauðsyn-
legt að gefa meðul sem sótthreinsa þarminn,
t. d. salolmixturu.
Orsökin til þess að hlóðblandað slim er i saurn-
um er æfinlega meltingarsjúkdómar (venjulega