Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 105
Hérar.
Eg kynntist dálítið hérum á ferð minni til
Austur-Grænlands 1929. Mér þótti gaman að
þeim fyrir margra liluta sakir. I fyrsta lagi er
það, hve fallegir þeir eru. Liturinn á tegund
þeirri, er þar lifir, pólhéranum, er skjallahvitur
allt árið. Hérategundin á Norðurlöndum skiftir
litum eftir árstíðum, er hvítur á veturna og mó-
grár á sumrin. Grænlenzki hérinn er jafnlivít-
ur á grænni jörðinni á sumrin eins og í snjón-
um á veturna.
í öðru lagi er það, live skemmtilegt er að veiða
liérann. Hann er mjög fljótur á sprettinum, lag-
inn að fela sig o. s. frv. En á hinn bóginn svo
„héralegur“, að það mun vera sæmilega auð-
velt að veiða hann fyrir þá, sem farnir eru að
þekkja á lionum lagið.
í þriðja lagi liefir hann ágætt ket og fallegt
skinn. Ketið er mjög likt rjúpuketi, enda mun
liann lifa af svipaðri fæðu og rjúpan. Skinn-
ið er, eins og áður er getið, skjallahvítt á lit-
inn, hárið mjög þétt og rnjúkt, sérstaklega á
bakinu. Skinnið sjálft virtist vera mjög þunnt