Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 51
49
garnabólga eða ormar). Verða menn þá að gera
sér grein fyrir orsökinni og haga sér eftir því.
Yrðlingum er sérstaklega hætt við meltingar-
sjúkdómum. Verður sérstaklega að gæta þess að
gefa þeim oft en lítið í senn, og að fóðrið sé ó-
skemmt og auðmelt. Að öðrum kosti ofreynast
meltingarfærin. Ennfremur verður að gæta þar
sérstakrar nákvæmni um að drykkj arílátin séu
hrein. Varast verður að blanda mjólkina með
vatni, hezt að gefa i henni dálitið af hafragraut
eða brauði.
7. Þarmstíflur koma af og til í refi, einkum
yrðlinga. Orsök er venjulega ónákvæm og óreglu-
leg fóðrun. Ef refirnir eru t. d. mjög svangir, og
þeim gefið beinarusl, orsakar það oft stíflu, og
oft drepur það dýrin sökum þess að beinflísar
særa meltingarveginn eða stingast jafnvel i gegn-
um hann. Illa soðinn mjölmatur orsakar oft
stíflur.
Þegar refir fá stiflu liggja þeir venjulegast
máttlausir og sljófir. Við stiflum er gott að gefa
smáa skammta (1 teskeið 3—4 sinnum) af para-
finum liquidum, blandað með dálitlu af salol
(3%). Oft verður þó að spýta apomorfín undir
húðina til þess að fá dýrið til að selja upp.
8. Júfurbólgur koma stundum i læðurnar.
Verðnr þá að taka yrðlingana undan þeim og
venja þá undir kött eða tik. Er þetta oft gert
þegar um júfurbólgu er að ræða, eða þegar læð-
an fæðir ekki alla yrðlingana, og gefst vel.
Að endingu vil eg geta þess, að eg hefi einkum
4