Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 76
74
við sum hinna beztu loðdýra semþekkjastájörð-
inni, svo sem við bjórinn, chinchillarottuna o. fl.
Eins og áður er getið, gerir liún sér liíbýli
með því að grafa sér greni i þurra vatns- eða
fljótsbakka, oft undir trjárótum o. s. frv. Gren-
ið er svo sem 1 m. á lengd. Inngangurinn er
venjulega rétt ofan við vatnsborðið — ekki und-
ir þvi, eins og hjá bjórnum, — 15—20 cm. í þver-
mál fremst, en víkkar nokkuð þegar innar dreg-
ur. Þar gerir hún sér þægilegt legurúm, oft hjón
saman, og þar gýtur hún ungum sínum. En ank
þess gerir hún sér skýli i sefi, ofan við vatns-
borðið, sérstaklega móðirin með ungum sínum;
mun henni finnast hún vera þar óhultari fyrir
rándýrum, sem á hana sækja. Vatnið er hið
eiginlega heimkynni liennar; þar tekur liún fæðu
sína og þar leitar liún skjóls fyrir óvinum sín-
um. Hún bæði syndir og kafar vel, þó að hún
sé þar ekki jafnoki bjórsins. Á landi er hún
klunnaleg og þar á hún illt með að verjast ó-
vinum sínum, enda fer hún litið á þurru, nema
hún sé að flytja sig úr einu vatninu í annað.
Nútrían virðist við fyrsta álit heldur ógeðfelt
dýr. Kroppurinn er gildur, hálsinn stuttur, og
hvorttveggja virðist enn klunnalegra fyrir það
live liárið er þétt og úfið. Á landi gengur hún
kýtt, en teygir úr sér og verður heiu er i vatn-
ið kemur. Útlimirnir eru stuttir. Milli tánna á
afturfótunum er sundfit, eins og áður er getið,
en á framfótunum eru nokkurskonar fingur og
her hún oftast fæðuna upp að munninum meö