Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 102
100
Orkdal í Noregi. Þegar vörðurinn tók eftir þessu,
var refurinn kominn inn í þétt skógarkjarr. Það
var sendur liraðboði til lyfsala eftir svefndufti,
þvi var dreift yfir lostætt kjötstykki og veiði-
hundur var fenginn til að rekja spor refsins.
Hann fann refinn og vörðurinn lagði agnið í
nokkra metra fjarlægð frá refnum, sem ekki
stóðst freistinguna og át af kjötinu. Síðan var
hann eitur og varð hann ávallt að hvíla sig við og
við, þegar svefnmeðálið fór að 'verka. Loks
náðist hann í net og var borinn heim. Fyrstu tvö
dægrin svaf hann alveg, en eftir að liann vakn-
aði var liann í versta skapi og styggari en hann
átti vanda til.
8. Spakur íslenzkur refur.
Guðmundur á Háamúla i Fljótslilið liefir um
langt skeið verið einn af heztu refaskyttum á
Suðurlandi. Hann er nú um áttrætt, en þó vann
liann gren í vor í versta veðri. Sýnir það að enn
þá er eftir i íslendingum hreysti og harðfengi.
Oft hefir Guðmundur alið yrðlinga upp. Nú hef-
ir hann t. d. 2 i hesthúsi lijá sér. Reynsla Guð-
mundar er, eins og annara, að dýr eru mjög
misspök. Eitt dýr, sagði hann, að hefði verið svo
spakt að hann hafði það að lokum laust, fylgdi
það honum við smalamennsku og á engjar, eins
og liundur. Þetta mun mjög fágætt um yrðlinga
tekna á grenjum.
Gunnar Sigurðsson.