Loðdýrarækt - 01.09.1931, Blaðsíða 104
102
íslenzku hundarnir eru sérlega góðir fjárhund-
ar, og' mestu trvgðatröll eru þeir. — Hafa oft
legið yfir húsbændum sínum dauðum.
Sennilega hafa íslenzku hundarnir lialdizt
óblandaðir fram eftir öldum, en kyn þeirra tek-
ið að blandast þá er Danir fóru að dvelja liér
langvistum, því að þeir fluttu oft með sér stóra
veiðihunda, sem gerðu usla í íslenzka liunda-
kynið, og af þeim afskiftum liefir það blandazt
og úrættazt.
Enn þá má þó víst úr þessu hæta, sé það gert
strax, þvi að sé vel leitað liygg eg, að finna megi
nokkra alislenzka hunda hér á landi, sem rækta
mætti lmndakynið með að nýju. Það á að vera
þjóðarmetnaður, að endurreisa íslenzka hunda-
kynið. Fyrst vegna þess, að íslenzku hundarnir
eru sérlega góðir fjárhundar, og eins það, að
liægt mun vera að finna sæmilegan markað fyrir
þá í útlöndum. T. d. sækjast Englendingar eftir
þeim, og sennilega myndu þeir verða eftirsóttir
af fleiri þjóðum, ef þeir væru vel auglýstir í
erlendum hundatímaritum.
Islendingar! Útrýmið kynblendingshundunum.
Vinnið i þess stað að þvi, að hreinrækta íslenzku
liundana.
Fallegur íslenzkur liundur á að vera hár á hóg,
lægri á lend, með hvöss, uppstandandi lítil eyru,
hárin ekki mjög löng, en þétt og gljáandi.
Dan. Daníelsson.