Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 34
32
Þó tímgast þeir stundum seint í janúar eða
snemma í apríl; Grenlægjan gengur aðeins einu
sinni á ári og 3—4 daga i senn. Meðgöngutim-
inn er um 52 daga. Bezt er talið, að yrðlingarn-
ir fæðist í apríl; þá eru þeir vissastir í timgun
næsta ár. Refaliirðirinn verður að fjdgjast vel
með hvenær grenlægjurnar ganga og skrifa það
niður. Þegar þær eiga yrðlingana, reynir mest
ú passasemi hirðisins. Hann verður að láta gren-
lægjurnar hafa sem bezt næði, en fylgjast þó
vel með, ef eitthvað er að. Eigi hún marga yrð-
linga og geti ekki fætt þá alla, eins og ber við,
má venja yrðlingana undir læður eða tíkur.
Margir ungar hafa verið frelsaðir, með því að
taka þá frá móðurinni og ala þá upp á þenna hátt.
Þegar ná þarf í ref, t. d. með því að flytja
hann til, eru notaðar sérstakar tengur til þess,
•sem smeygt er um háls þeirra.
Fóðrun yrðlinganna.
Snemma venjast yrðlingarnir á að glepsa í
mat með móður sinni. Gott er að gefa þeim vel
saxaðan smáfisk og kjöt. Einnig er ágætt að
gefa þeim egg og mjólk. Lítið eitt af blóði er
•einnig gott að gefa þeim. Nauðsynlegt er að gefa
þeim liálfa teskeið af góðu þorskalýsi annan eða
þ>riðja hvern dag. Seinna má auka gjöfina upp
í heila teskeið.
Þegar yrðlingarnir eru teknir frá móðurinni,
■sem gert er þegar þeir eru 6—8 vikna gamlir,