Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 43
41
úti að sumrinu, dreifa þau ekki ormaeggjum
og öðru sýkiefni um girðinguna, einmitt meðan
hiti og raki er nægur til þess að sýklarnir geti
þrifizt. En að vetrinum þrífast þeir illa eða alls
ekki. Aftur á móti er liægt að lialda litlu refa-
húsi hreinu að sumrinu. Reynslan virðist nú þeg-
ar hafa sannað, að þetta fyrirkomulag á refa-
girðingum og refaeldi sé meginskilvrði fyrir því,
að hæg't sé að varðveita refina fyrir sjúkdómum.
Sökum þess, að refurinn er mjög styggt dýr,
leynir hann oft sjúkdómseinkennum, einkum fyr-
ir ókunnugum. Sá, sem gætir refanna daglega,
á því miklu hægra með að veita sjúkdómsein-
kennum eftirtekt, en ókunnugur. Verður því
dýralæknirinn oft að treysta eins mikið eða jafn-
vel meira á athugun refahirðisins heldur en á
sína eigin athugun. Það eru augun, matarlystin og
hægðirnar, sem næstum ávallt gefa fyrstu bend-
ingarnar um sjúkdóma í refum.
Sé nú eitthvert dýrið grunsamlegt eða sýnilega
sjúkt, er fyrsta reglan undantekningarlaust sú,
að einangra það, — láta refinn i tóma girðingu
eða að minnsta kosti i liús i girðingunni, þang-
að til hægt er að ganga úr skugga um það, hver
sjúkdómurinn er. Hið sama gildir með aðkeypta
og aðflutta refi, — þeir skyldu æfinlega einangr-
aðir, þangað til fullvíst er, að þeir séu heilbrigð-
ir, og mun í flestum tilfellum nægja að ein-
angra refina í þessu skyni í 10—14 daga.
Önnur ófrávíkjanleg regla er sú, að varast að
gefa refum blóð eða kjöt af dýrum, sem dauð