Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 14
12
þangað nýjum og óskemmdum. Öðru máli er að
gegna um grávöru, hana er ódýrt og auðvelt að
flytja. ísland hefir, vegna aðstöðu sinnar sem ey-
land, farið mjög varhluta af dýralífi.Hingaðhefir
ekkert dýr, nema fuglinn fljúgandi, komizt öðru-
vísi en með skipum, eða þá með hafis norðan
úr höfum.
íslendingar hafa verið meinlega íhaldssamir
á að flytja inn nýjar dýrategundir, og það svo,.
að dýrategundum liefir fækkað síðan á land-
námstíð, t. d. heimgæsir, sem rælctaðar voru all-
mikið langt fram eftir öldum. Hræðslan við inn-
flutning dýra stafar nú sjálfsagt á seinni öldum
af þvi áfalli, sem fjárkláðinn leiddi yfir landið,
sökum þess að hann barst hér inn með innflutt-
um hrútum. Sjálfsagt er það að vísu, að gjalda
varhuga við sjúkdómum, en bæði er það, að sjúk-
dómahætta er miklu minni af dýrum sem eru
alin upp norðarlega á hnettinum, og svo eru nú
dýralæknar i öllum landshlutum, sem geta haft
eftirlit með innflutningnum.
Svo virðist nú einnig, að sú sjálfsagða stefna
sé að sigra í almenningsálitinu, sjálfsagt með-
fram fyrir tilstilli „Veiði- og loðdýrafélagsins“,
að rjúfa beri þann kinverska múr, sem Islend-
ingar liafa á umliðnum öldum reist um sig gegn
aukningu á dýralífi.
Leyfi stjórnarinnar er þegar fengið fyrir inn-
flutningi á liérum frá Grænlandi. Félagið mun
beita sér fyrir því, að flutt verði liér inn tamin
hreindýr frá Norður-Noregi eða Lapplandi. Þar