Loðdýrarækt - 01.09.1931, Side 16
14
móti valda miklir sumarhitar dýrum óþæginda
og sérstaklega auka þeir sjúkdómahættu. Rock-
mann sagði undirrituðum, að sjúkdómaliætta á
dýrum rnundi vera minni hér en i Noregi, sér-
staklega sunnarlega, enda er reynsla fengin fyr-
ir því hér á landi.
Fóðrun á þeim loðdýrum, sem aðallega neyta
fæðu úr dýraríkinu, er mjög ódýr hér á landi,
sökum þess hve kjöt, sérstaklega lirossakjöt, er
ódýrt, og sömuleiðis fiskur. Þetta gildir bæði um
refi og mink, sem á áreiðanlega vel við i mörg-
um útgerðarkaupstöðum hér, því að hann neytir
nærfellt eingöngu fiskjar (% að minnsta kosti).
Jurtaætur, sem lifa á grasi og heyi, svo sem
nútría o. fl., mætti einnig rækta hér. Það er gott
að gefa þeim grænmeti, rófur o. s. frv. sem hægt
er að rækta. Korntegundir, sem nú sýnir sig að-
má rækta hér, svo sem bygg og hafrar, eru líka
ágætt fóður handa slíkum dýrum.
Eins og siðar mun getið, hefir loðdýraræktar-
málinu yfirleitt verið hvervetna vel tekið, en þær
mótbárur, sem eg hefi mætt gegn því, hafa verið
hinar barnalegustu. Sumir hafa slegið því fram,
að tízkan gæti hreyzt og hætt yrði að nota loð-
skinn til klæðnaðar og skrauts, en það er álíka
sennilegt og það, að menn og konur hætti að
klæða sig og skreyta. Skinnaframleiðsla er elzti
iðnaður mannkynsins og liefir alltaf verið iðkað-
ur. Annað mál er það, að tizkan getur breyzt
á mismunandi skinnum, en það sýnir sig ávallt,
að góðu skinnin, svo sem t. d. refaskinn, safala-