Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 69
67
100 miljónir kanínur og verðmæti þeirra talið
350 milj. franka.
> Næringargildi kjötsins er talið vera 75% vatns-
efni og 25% fastaefni, í fitulausu kjöti. Hænsna-
kjöt liefir 77% vatnsefni og 23% fastaefni. Bezta
uxakjöt, fitulaust, liefir 72% vatnsefni og 28%
fastaefni. Að næringargildi stendur því kanínu-
kjötið litið að baki bezta uxakjöti, og er nær-
ingarmeira en liænsnakjöt. En auk þess er það
talið mjög auðmelt og því holl fæða, sérstaklega
fyrir þá, sem ekki hafa sterkan maga.
Og kanínukjötið verður líklega ódýrasta kjöt-
ið, er menn geta framleitt, þar sem vel liagar til
og menn fara skynsamlega að. Vöxturinn er
skjótur og getur þvi ræktunin gefið fljótlega
eitthvað af sér. Viðkoman getur orðið mikil.
Höfundur einn, er Lenz heitir, getur um afkvæmi
eins kvendýrs á einu ári; gottímar og tala ung-
anna varð sem liér segir: 9. janúar fæddust 6
ungar, 25. marz 9, 30. apríl 5, 29. maí 4, 29. júní
7, 1. ágúst 6, 1. september 6, 7. október 9 og 8.
desember 6; samtals 58 ungar.
Leir, sem bezt þekkja til, fidlyrða að minni
úrgangur sé úr kanínu en nokkru öðru slátur-
dýri. Af allri þyngd dýrsins er talið að 15% sé
blóð og ónothæf innýfli, 10% skinn og bein, 12%
fita, 30% súpukjöt og 33% steikarkjöt. Bezt er
kjötið af 5—8 mánaða gömlum dýrum, sem eru
4—5 kg. að þyngd.
En nú eru kanínur oft meira ræktaðar vegna
skinnanna en kjötsins, og fer auðvitað hezt á
5*