Loðdýrarækt - 01.09.1931, Blaðsíða 100
98
í tempraða beltinu. Þó rækta Norðmenn refi
fjrrir norðan heimskautsbaug og gengur það all-
vel. Til dæmis hafa allmargar grenlægjur átt
6—7 yrðlinga í Kvedfirði. Fóður er þar ódýr-
ara en annarsstaðar í Noregi. Á einu búi var
fóðurkostnaður á refahjónum og 4 yrðlingum
aðeins 180 kr.
3. Kráka hremmir yrðling.
í ágústmánuði i sumar gerðist ótrúlegur at-
burður, ef menn hefðu ekki verið nærstaddir
og horft á hann, skrifar Petit í „Fædrelands-
vennen“ í Kristianssand S.
Á refagarði einum, sem Gimli heitir, var mik-
ið af krákum, scm höfðu verið svo nærgöng-
ular við refina, að þær átu úr matarilátum
þeirra. Ein af grenlægjunum, sem átti kornunga
yrðlinga, var reið yfir þessu og ásetti sér að
gera enda á því. Hún lagðist í leyni skammt
frá matarilátinu, náði i krákuna og drap hana
samstundis. Maki liennar, sem liafði hevrt dauða-
veinið og séð aðfarir tæfu, varð afarreiður, og
áður en tæfa eða neinn annar gæti komið i veg
fyrir það, náði hún í einn yrðlinginn og flaug
með hann í burtu. Hún flaug yfir skóginn með-
an að sást til hennar, og yrðlingurinn hefir ekki
fundizt siðan.
4. Amerískur platínurefur.
Refagarði i Kaliforníu liefir lieppnast, eftir
tveggja ára kynblöndun, að framleiða alveg* nátt-