Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 41
39
liægt að eftirlíkja með litun. Blárefurinn á að
meðaltali fleiri yrðlinga en silfurrefurinn, en
hann eldist aftur á móti allt að því helmingi ver.
Talið er að ekki borgi sig að hafa silfurref nema
10 ára gamlan, en bláref 6 ára.
Um fóðrun og aðra meðferð á bláref gilda
svipaðar reglur og um silfurref. Fisk má gefa
bláref meira, enda eru dæmi til, að hann hefir
verið fóðraður því nær eingöngu á fiski hér á
landi.
Blárefur timgast nokkuð seinna, en silfurref-
ur, — í marz eða apríl.
Grænlenzkur refur og refur frá Jan Mayen
er hezta tegund til ræktunar, og væri því gott
að fá þá til íslands og enda jafnvel blanda okk-
ar hláref með þeim.
Þessa refi má fá frá Noregi og' sömuleiðis Al-
askaref, en mjög mega menn vera varkárir með
það að fá rétta tegund og gott kyn. Margir af
okkar innfæddu refum eru lika ágæt dýr, og
télja má fullvíst, að blárefaræktin verði arðsöm
hér á landi, samhliða annari loðdýrarækt, ef
rétt er að farið með kynbætur, úrval og góða
meðferð.
Gunnar Sigurðsson.