Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 115
113
ekki, og óvinurinn, skyttan, liefir ekki ráðizt á
þau beinlínis.
Það er, með öðrum orðum, auðveldara að
veiða þau en flest önnur dýr. Og maðurinn kann
sér ekki hóf, þar sem um varnarlaus dýr er að
ræða, hér eins og svo oft endranær, og áður en
hann veit af, er dýrunum útrýmt. Með önnur
dýr, sem annaðhvort eru nógu stygg, svo sem
eins og hreindýrin, eða fara einförum, svo að
ekki næst nema í eitt dýr i einu, gengur útrým-
ingin ekki eins fljótt. Sauðnautin eru strádrep-
in, eins og áður er getið um, livert einasta dýr
í heilum hóp er drepið i einu — og þetta hefir
máske verið síðasti hópurinn á stóru landssvæði.
Ýmsir norðurfarar, framar öllum öðrum kyn-
landi vor Yilhjálmur Stefánsson, hafa hent á hve
æskilegt væri að rækileg tilraun væri gerð til
þess að reyna að gera sauðnautin að húsdýrum.
Hann hefir sýnt fram á hve kostir sauðfjár og
nautgripa væru hér sameinaðir í einni tegund.
Kostirnir eru þessir: Kjötið, sem er mikið af
fullvöxnum dýrum, stendur ekki að baki bezta
nautakjöti; mjólkin, ef liægt væri að notfæra
sér hana, er hragðgóð og mjög fitumikil; þau
gefa af sér mjög fíngerða ull, sem ekki þófnar;
þau eru harðgerðari en nokkur önnur húsdýr, að
lireindýrunum á Finnmörk einum undanskild-
um, og ættu því ekki að þurfa neitt fóður; og
þau eru rólyndari að eðlisfari en flest önnur dýr.
En svo kemur enn eitt atriði til greina í þessu
sambandi, sem ekki er hvað léttast á metunum,
8