Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 125
123
mánuði, og drepa þær því oft undan sér, auk
annara vanhalda. Það, sem til er af hreindýr-
um á landinu, heldur sig mestmegnis á hálend-
inu upp af Jökuldal og Fljótsdal; eru þar tal-
in vera nokkur hundruð. Litið eitt er af þeim
á Mývatnsöræfum.
Eins og áður er getið, er áreiðanlega rétta leið-
in, að hafa liér tamin hreindýr, eins og Lappar
og enda Norðmenn hafa. Félag vort mun því
hið fyrsta beita sér fyrir tilraun í þessa átt. Þá
yrði að fá vanan mann með tamin dýr hingað
til lands.
Félagið hefir fengið tilhoð frá Noregi um dýr
og mann, sem vill hirða þau og eiga að ein-
hverju leyti, en strandað hefir á féleysi.
Þeir, sem vildu styrkja þetta, eða á annan
hátt stuðla að því, að hreindýrarækt verði haf-
in hér á réttum grundvelli, ættu að gefa sig fram
við félagsstjórnina.
Hreindýr eru ágæt til frálags, og gefa af sér
skjólgott skinn, sem er verzlunarvara.
I 45. árgangi Þjóðólfs er sagt frá hreinadrápi
i Hrafnkelsdal, af 47, er drepin voru, höfðu hin
þyngstu 185 punda þungan skrokk.
Gunnar Sigurðsson.