Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 19
17
vitur og skemmtileg dýr og þvi til ánægju fyrir
þá, sem hirða þau og umgangast. Allir vita,
live börnum þykir gaman að dýrum.
Mér, sem þessa grein rita, hefir jafnan þótt
gaman að hyrja á og vinna fyrir nýjungum, en
eins og kunnugt er, eru menn oftast seinir til að
taka þeim, og' það þótt réttmætar séu. Engri ný-
breytni hefir mér veizt auðveldara með að vinna
fyrir en þeirri, er liér um ræðir. Þegar eg bar
fram þingsályktunartillögu árið 1929, um inn-
flutning á silfurrefum og öðrum dýrum, voru
að vísu þeir menn á þingi, sem naumast héldu
að mér væri alvara, en þetta breyttist fljótt, og
styrkur til útgáfu rits þessa, krónur 1000, var
samþykktur á síðasta þingi einróma, án tillits
til flokka. Þetta skal tekið fram, þingmönnum
til verðugs lofs.
Öll blöð og timarit, sem minnst hafa á loð-
dýraræktina, hafa rætt málið með samúð og
skilningi. Náttúrufræðingurinn, tímarit þeirra
manna, sem bezt ættu að kunna skil á þessurn
málum, hefir tvívegis flutt hvatningagreinar um
loðdýrarækt og hlýleg ummæli um félagsskap
vorn.
Áhuga manna má yfirleitt telja mjög mikinn
á loðdýraræktinni, þótt yfirstandandi kreppa
dragi úr framkvæmdum. Það mun og sannast,
að fyr en varir verður loðdýrarækt ein af aðal-
atvinnuvegum landsmanna.
Gunnar Sigurðsson.
2
L