Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 61
Frá Búlandsnesi.
I bréfi til mín skýrir refaeigandinn, hr. Joli.
Bremnes, svo frá:
I fyrrahaust fékk ég 2 pör af silfurrefum
liingað frá vesturströnd Noregs, þar sem lofts-
lag er svipað og á Vestur-, Suður- og Austur-
landi liér. Annað af þessum pörum gaut um
vorið, eignaðist 6 unga, og' var það yngra, yrðl-
ingar frá því i fyrravor. Eldri dýrin komu ekki
með unga. Elcki er gott að gera sér ákveðna
.grein fyrir ástæðunum að því. Hugsanlegt er að
þeim hafi orðið meira um flutninginn og verið
lengur að venja sig við liið nýja umhverfi. Eins
getur verið að liræðsla liafi komið að genlægj-
unni og' hún liafi þess vegna látið einliverntíma
á meðgöngutímanum. Ég vil brýna fyrir mönn-
um að gæta hinnar mestu varfærni þann tima,
stérstaklega við heimsókn ókunnugra að refa-
búrunum. Litarháttur unganna reyndist að
verða þannig: 1 ungi % silfur, 4 % silfur og 1
y± silfur. Foreldrarnir eru % silfur. Foreldrar
móðurinnar eru alsilfur og % silfur. Að silfur-
hárunum eða ljósleikanum til virðast yrðling-
arnir likjast mest foreldrunum.
Ekki hefi ég getað fvlgt neinni forskrift um
fóðrun dýranna, eða blöndun fæðutegundanna.
En yfirleitt hefir fóðrið verið i þessum hlutföll-
um: % fiskur, % kjöt og % brauð o. fl.
Af því hve ungarnir voru margir undan þessu
■eina pari, sem gaut, notaði ég ketti sem mjólk-