Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 87
85
Minkurinn er lítið dýr, um 50 cm. frá nef-
broddi aftur á yzta lið í skottinu. Hann er mjór
og rennilegur, mjög kvikur i hreyfingum, fljót-
ur á hlaupum, klifrar upp í tré, syndir og kaf-
ar í vatni o. s. frv. Hann er blóðþyrst rándýr,
gefur lítið eftir hreysikettinum í þvi efni. Hann
lifir á allskonar smádýrum og fuglum, og veið-
ir einnig fiska í ám og vötnum. Eins og fleiri
rándýr, er hann mest á ferli á kvöldin og næt-
urnar. A daginn liggur hann í fylgsnum, svo
sem holum trjám, klettaskorum, holum eða
grenjum annara dýra, hefir þá máske étið upp
íbúana áður. Þar sem lítið er um veiði, þýtur
liann oft langar leiðir til J>ess að leita sér að æti.
Komist liann heim á hæi, gerir hann oft óskunda
mikinn á alifuglum og sýnir þá oft hæði dirfsku
og kænsku. Hann er fljótur að framkvæma það,
er hann ætlar sér, drepur veiði sína í einum