Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 90
88
Á þriðja degi eftir þetta er nútríuvörðurinn að
forvitnast um lieimilishagi skjólstæðinga sinna.
Þar liggur þá minkurinn í friði og ró, eins og
væri hann einn af fjölskjddunni. Hann hafði
þá drepið eitt dýrið og étið, og lagst svo fyrir
í greninu; hin dýrin voru þó ekkert að erfa það
við liann, heldur lögðust lijá honum í greninu,
eins og ekkert hefði í skorizt!
Eftir að þetta var skrifað, hafa fyrstu mink-
arnir komið hingað til landsins, til formanns
félagsins, Gunnars Sigurðssonar. Dýrin eru 3 alls,
2 kvendýr og 1 karldýr, og ætlar eigandinn að
hafa þau heima við hús sitt, Laugaveg 73, liér
í Reykjavík, að minnsta kosti fyrsta kastið. Fæði
telur hann að varla þurfi að reikna nokkuð;
fisk (úrgang) fær hann hjá fisksala beint á móti
í sömu götunni, og vambir og þesskonar úr Slát-
urhúsinu. Þeim er gefið einu sinni á dag, og er
þvi fyrirhöfnin lítil við þá.
Á. Á.