Loðdýrarækt - 01.09.1931, Blaðsíða 108
106
úr bæli sínu, eitthvað þangað, er hann heldur
sig vera tryggari eða geti frekar villt óvininum
sýn. Annars er hann viða um heim mjög sam-
litur jörðunni, á hvaða tíma árs sem er, og treyst-
ir mikið á, að hann sjáist ekki. Á veturna, þeg-
ar snjór er og spor hans verða rakin, gengur
hann ýmsa króka áður en liann leggst i bæli sitt,
og stillir svo til, að hann sjái yfir sporin. Þetta
gerir hann til þess að villa þá, er rekja kynnu
sporin. Nálgist einhver óvinur, t. d. refur eða
hundur, og fari eftir sporunum beint á bælið,
þýtur hann upp í einu vetfangi. Sé aftur ekki
stefnt á bælið, þó að eittlivað séu rakin sporin,
liggur hann kyr og treystir þvi, að liann sjáist
ekki. Yeiðimenn kunna að nota sér þetta; verði
þeir varir við héraspor og sjá, að hann muni
eiga bæli i nánd, varast þeir að stefna á bælið,
ganga heldur i liring, sem þeir þrengja altaf,
og geta á þann hátt komizt alveg að héranum,
Hérar, að minnsta kosti tegundirnar i Evrópu,
eru ekk félagslyndir; þeir fara einförum, kemur
jafnvel illa saman ef þeir eru of miklir nágrann-
ar. Móðirin liggur ekki einu sinni hjá ungum
sínum, nema rélt á meðan hún gefur þeim að
sjúga, og það verður meira að segja að gerast
í mesta flýti. Til matfanga fara þeir i liálfbirt-
unni kvölds og morgna, á daginn og á nóttunni
liggja þeir, alltaf viðbúnir að flýja, ef hættu ber
að höndum. Aðeins i ástafarinu eru þeir meira
á kreiki.
Þar sem liérinn er svo mikið ásóttur, eins og