Loðdýrarækt - 01.09.1931, Page 109
107
hér að ofan er getið, verður viðkoman að vera
mikil til þess að kynið geti lialdist við. Enda er
það líka svo. í Svíþjóð er máltæki sem segir:
— Á vorin fer hérinn út í liaglendið i fylgd með
einum og kemur aftur að haustinu í fylgd með
sextán. — Og talið er, að þetta láti nærri sanni,
ef ekki tortímist mikið af honum. Flestir liérar
gjóta oft á ári, eftir þvi live sumrin eru löng
og aðrir möguleikar á afkomu. f livert sinn fæð-
ast 3—6 ungar, kvað jafnvel geta orðið 11. Ung-
arnir eru sæmilega þroskaðir, er þeir fæðast,
enda njóta þeir lítillar umönnunar í uppvext-
inum. Þegar móðirin liefir karað þá eftir fæð-
inguna, fer hún frá þeim, vitjar þeirra aðeins
til þess að gefa þeim að sjúga, eins og áður er
getið, annars er þeirra eina vörn sú, hve líkir
þeir eru jörðunni. Eins og nærri má geta, týnist
mikið af þeim áður en þeir ná þroska. Þvi auk
dýra og fugla, sem á sækja, farast l'yrstu ung-
arnir á vorin og' hinir siðustu á haustin oft úr
kulda og voshúð, t. d. í leysingum.
Eftir því sem séð verður af ferðabókum ým-
issa norðurfara eru lifnaðarhættir heimskauta-
liérans talsvert frábrugðnir háttum kynbræðra
hans annarsstaðar. I'yrst er það, að hann skiftir
ekki lit, er jafn-skjallahvítur á grænni jörðunni
á sumrin eins og' i snjónum á veturna. Hann
virðist líka vera félagslyndari. A veiðiför á Græn-
landi liitti ég einu sinni tvo héra saman. Félag-
ar mínir sáu oftar en einu sinni 3—4 saman.
Eitt sinn er við vorum að flá sauðnaut uppi í