Loðdýrarækt - 01.09.1931, Side 10
8
sitt fyrir árslok, teljast ekki félagsmenn lengur.
Árstillaginu má breyta með einföldum meirihluta
á aðalfundi.
12. gr. — Félagið gefur út ársrit og fer stærð
þess eftir efnum félagsins; skal það sent öllum
félagsmönnum ókeypis.
13. gr. — Strax og tök eru á, sietur félagið upp
tilraunastöð, bæði til hreinræktunar loðdýra, sem
fyrir eru hér, og til þess að rannsaka hvernig
ræktun nýrra tegunda muni gefast. Skal vanda
til tilraunastöðvarinnar, hæði um úthúnað, hirð-
ingu og athuganir, svo sem framast er unnt. Fé-
lagsmenn ganga fyrir öðrum um kaup á dýrum
frá tilraunastöðinni, ef þeir setja á stofn rækt-
un sjálfir.
14. gr. — Leysist félagið upp, renna eignir þess
í ríkissjóð.
15. gr. -— Lögum þessum má aðeins breyta á
aðalfundi félagsins og þarf til þess % liluta at-
kvæða þeirra, er á fundi eru.
Á stofnfundinum var frestað að kjósa stjórn
fyrir félagið, en laganefndinni falið að fara með
stjórn þess til næsta fundar.
Á framhaldsstofnfundi 17. júlí var stjórn kosin:
Gunnar Sigurðsson formaður, Ársæll Árnason
ritari, Guðmundur Guðmundsson frá Nesi gjald-
keri, Emil Rokstad og Pálmi Hannesson. Vara-
stjórn: Alexander Jóhannesson próf., Vilhelm
Bernhöft hakari, Þorvaldur Stephensen kaupm.,
Daniel Daníelsson dyrav. og Ólafur Friðriksson