Loðdýrarækt - 01.09.1931, Blaðsíða 88
86
svip, cn leikur sér ekki að lienni eins og t. d.
kettir gera.
En hann á líka i vök að verjast fyrir óvin-
um sinum. Auk mannsins er náttuglan helzti
óvinur lians. Þegar hann er á íerli á næturnar
til þess að leita sér að bráð, svifur liún að lion-
um, án þess að hann verði var við, og hremmir
liann. Verður þar oft liarður aðgangur, sem
lyktar þó með ósigri hans.
Þetta dýr hafa menn farið að rækta i búrum
fyrir nokkru og hefir það reynzt sæmilega auð-
velt. Ifann er ekki sérlega vandfæddur; fæð-
an má vera allt að þrem fjórðu-hlutum fiskur,
að minnsta kosti á sumum tímum árs. Hann
er ekki nærri eins kvillagjarn og silfurrefur.
Auðvitað þarf natni og aðgæzlu við liann, eins
og öll önnur dýr, en sé aðeins gætt hreinlætis
og honum gefin holl fæða, er varla að óttast
mistök við ræktunina.
Fengitíminn er seint í febrúar eða byrjun marz.
Má nota eitt karldýr til fleira en eins kvendýrs.
Ekki vita menn með vissu meðgöngutimann, en
talið er að liann sé hálfur annar til tveir mán-
uðir. Ungarnir ern venjnlega 5—6 að tölu, öllu
minni en rottuungar, blindir og hárlausir, er
þeir fæðast. Ekki njóta þeir ástríkis af feðrnm
sínum eða karldýrunum yfirleitt, því þeir éta
þá hiklaust, ef þeir ná i þá. Þeim mun meiri
umönnun sýnir móðirin þeim; hún ver þá óliik-
að eftir mætti, við hvaða ofurefli sem er. Ein-
liverju sinni er minkar voru fluttir frá Kanada