Milli mála - 2018, Side 26
AVÓKADÓ OG MAÍS
26 Milli mála 10/2018
Anglería í enskri þýðingu Richards Eden.84 Orðið kemur fyrir með
rithættinum maizium eins og í latneska frumtextanum en hefur alla
jafna verið ritað maize frá árinu 1585.85 Á svipuðum tíma kemur
orðið fyrir í hollenskum textum.86
Í dönsku lesmáli frá seinnihluta 16. aldar og frá 17. öld koma
fyrir heitin tyrkisk korn og indiansk eða indisk korn87 sem gefur vís-
bendingu um að afurð maísplöntunnar hafi verið mönnum kunn í
Danmörku á þessum tíma. Elstu dæmi þessara heita er að finna í
ýmsum þýðingum, vísinda- og náttúruritum, en auk þess koma þau
fyrir í orðabókum og alfræðiritum. Í orðabókarhandriti Matthiasar
Moth frá aldamótunum 1700 er til dæmis tyrkisk korn og tyrkisk
hvede.88 Og Kalkar tiltekur indisk korn, tyrckesk ru og indiske-korn í
orðabók sinni.89
Líklegt má telja að mahis hafi borist í dönsku úr þýsku á fyrri
hluta 17. aldar en elsta dæmið um orðið kemur fyrir í prentaðri
bók frá 1641 sem Hans Hansen Skonning,90 prentari og hringjari
í Árósum, tók saman úr ýmsum þýskum bókum og skrifum frá
16. öld og byrjun 17. aldar, eins og hann getur um verki sínu. Í
bók Hansens Skonning, í kafla sem fjallar um frumbyggja í Nýja
heiminum, stendur meðal annars að mays sé „it slags fruckt“ (544) og
á öðrum stað í bókinni er sagt frá því að frumbyggjar búi til kökur
úr „Mays (it slags korn)“ (534). Á fyrsta áratug 18. aldar koma orð-
myndirnar maitz og mais fyrir í ferðasögum og verkum þýddum úr
ensku og frönsku; núverandi ritháttur orðsins er svo majs en elsta
84 Peter Martyr, Decades of the New World of West India, London, 1555.
85 OED.
86 GWNT = Groot Woordenboek van de Nederlandse Taal, ritstj. Dirk Geeraerts Ton den Boon, Utrecht/
Antwerpen: Van Dale Lexicografie, 2005.
87 ‚Tyrkneskt korn‘, ‚korn frá Indíum‘. Kornið var kennt við það sem menn héldu vera upprunaland
þess. Í Tyrklandi kallast maísinn aftur á móti egypskt korn. Sjá Nesrin Karavar, „Alimentos comu-
nes desde Latinoamérica a Turquía“, ritstj. Erla Erlendsdóttir, Emma Martinell og Ingmar
Söhrman, De América a Europa, bls. 350.
88 Matthias Moth, Moths Ordbogen. Historisk ordbog ca 1700, København: DSL, https://mothsordbog.
dk [sótt 15. desember 2018], s. v. tyrkisk.
89 Otto Kalkar, Ordbog til det ældre danske sprog (1300–1700), København, 1881–1907, https://
kalkarsordbog.dk/ [sótt 15. desember 2018], s. v. indisk, tyrcesk.
90 Hans Hansen Skonning, Geographia Historica Orientalis. Det er Atskillige Østerske Landis oc Øers / met
deß Folcis Beskriffvelse: Nemlig / Tyrckers / Jøders / Grækers / Ægypters / Indianers / Persianers / oc andre
flere Landskabers underlige Sæder / Tro / Religion / Lower oc selsom Lands Maneer, Århusz, 1641.