Milli mála - 2018, Page 92

Milli mála - 2018, Page 92
NÆRVERA OG TÚLKUN ÞÝÐANDANS 92 Milli mála 10/2018 í kjölfarið á „Babels bölvun“ orðið nauðsynlegar fyrir samskipti þjóðanna.12 Hann talaði um Poestion sem einn þeirra manna sem ynnu að því að raddir smáþjóða fengju að heyrast. Árið 1884, aðeins ári eftir að Jüngling und Mädchen kom út í fyrsta sinn, gaf Poestion út safn íslenskra ævintýra í þýskri þýðingu sem byggði að mestu leyti á þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar.13 Strax árið 1885 fylgdi eitt stórvirkja hans í kjölfarið, bókin Island. Das Land und seine Bewohner nach den neuesten Quellen (Ísland. Landið og íbúar þess samkvæmt nýjustu heimildum).14 Þetta fræðirit var lýsing á Íslandi með ítarlegri umfjöllun um íslenska menningu og sögu. Þótt Poestion hefði enn ekki litið landið augum, hafði honum heppnast með hjálp fjölda heimilda, meðal annars nýrra íslenskra heimilda, að semja svo nákvæma og ítarlega lýsingu á því að hún var einnig mikils metin á Íslandi. Á níunda og tíunda áratug 19. aldarinnar skrifaði Poestion fjölda blaða- og tímaritsgreina og smærri rita um íslenskar samtímabókmenntir og bókmennta-, menningar- og leikhússögu. Þess utan þýddi hann fjölmörg verk úr norsku og dönsku. Annar áfangi í Íslandstengdum verkum hans var hin ítarlega sýnisbók Isländische Dichter der Neuzeit. Charakteristiken und übersetzte Proben ihrer Dichtung (Íslensk skáld nýaldar. Einkenni og þýdd sýnishorn úr kveð- skap þeirra), sem kom út árið 1897 og var fylgt eftir árið 1904 með Eislandblüten. Ein Sammelbuch neuisländischer Lyrik (Íslandsblómstur. Safnbók ný-íslenskra ljóða), umfangsmesta safnriti þýddra íslenskra samtímaljóða fram til þessa tíma.15 Um Isländische Dichter skrifaði Valtýr Guðmundsson að Íslendingar mættu skammast sín, því hér væri komið eina heildstæða yfirlitið yfir íslenskar bókmenntir frá siðaskiptum fram til samtímans. Með ritinu hefði verið unnið afrek sem ekki hefði tekist að leggja svo mikið sem grunn að á Íslandi.16 Árið 1903 sagði Friðrik J. Bergmann í Winnipeg að bókin væri 12 Guðmundur Finnbogason, „Josef Calasanz Poestion“, Skírnir 87/1913, bls. 233–236. 13 Isländische Märchen. Aus den Originalquellen übertragen von Jos. Cal. Poestion, Wien: Verlag Carl Gerold’s Sohn, 1884. 14 Joseph Calasanz Poestion, Island. Das Land und seine Bewohner nach den neuesten Quellen, Wien: Brockhausen & Bräuer, 1885. 15 Joseph Calasanz Poestion, Isländische Dichter der Neuzeit in Charakteristiken und übersetzten Proben ihrer Dichtung mit einer Übersicht des Geisteslebens auf Island seit der Reformation, Leipzig: Verlag G.H. Meyer, 1897; sami, Eislandblüten: ein Sammelbuch neu-isländischer Lyrik mit einer kultur- und literar- historischen Einleitung und erläutenden Glossen, Leipzig og München: Verlag Georg Müller, 1904. 16 Valtýr Guðmundsson, „Íslenzk nútíðarskáld“, Eimreiðin 4(1)/1898, bls. 70–80.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.