Milli mála - 2018, Qupperneq 92
NÆRVERA OG TÚLKUN ÞÝÐANDANS
92 Milli mála 10/2018
í kjölfarið á „Babels bölvun“ orðið nauðsynlegar fyrir samskipti
þjóðanna.12 Hann talaði um Poestion sem einn þeirra manna sem
ynnu að því að raddir smáþjóða fengju að heyrast.
Árið 1884, aðeins ári eftir að Jüngling und Mädchen kom út í fyrsta
sinn, gaf Poestion út safn íslenskra ævintýra í þýskri þýðingu sem
byggði að mestu leyti á þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar.13 Strax árið
1885 fylgdi eitt stórvirkja hans í kjölfarið, bókin Island. Das Land
und seine Bewohner nach den neuesten Quellen (Ísland. Landið og íbúar þess
samkvæmt nýjustu heimildum).14 Þetta fræðirit var lýsing á Íslandi með
ítarlegri umfjöllun um íslenska menningu og sögu. Þótt Poestion
hefði enn ekki litið landið augum, hafði honum heppnast með hjálp
fjölda heimilda, meðal annars nýrra íslenskra heimilda, að semja
svo nákvæma og ítarlega lýsingu á því að hún var einnig mikils
metin á Íslandi. Á níunda og tíunda áratug 19. aldarinnar skrifaði
Poestion fjölda blaða- og tímaritsgreina og smærri rita um íslenskar
samtímabókmenntir og bókmennta-, menningar- og leikhússögu.
Þess utan þýddi hann fjölmörg verk úr norsku og dönsku. Annar
áfangi í Íslandstengdum verkum hans var hin ítarlega sýnisbók
Isländische Dichter der Neuzeit. Charakteristiken und übersetzte Proben
ihrer Dichtung (Íslensk skáld nýaldar. Einkenni og þýdd sýnishorn úr kveð-
skap þeirra), sem kom út árið 1897 og var fylgt eftir árið 1904 með
Eislandblüten. Ein Sammelbuch neuisländischer Lyrik (Íslandsblómstur.
Safnbók ný-íslenskra ljóða), umfangsmesta safnriti þýddra íslenskra
samtímaljóða fram til þessa tíma.15 Um Isländische Dichter skrifaði
Valtýr Guðmundsson að Íslendingar mættu skammast sín, því hér
væri komið eina heildstæða yfirlitið yfir íslenskar bókmenntir frá
siðaskiptum fram til samtímans. Með ritinu hefði verið unnið afrek
sem ekki hefði tekist að leggja svo mikið sem grunn að á Íslandi.16
Árið 1903 sagði Friðrik J. Bergmann í Winnipeg að bókin væri
12 Guðmundur Finnbogason, „Josef Calasanz Poestion“, Skírnir 87/1913, bls. 233–236.
13 Isländische Märchen. Aus den Originalquellen übertragen von Jos. Cal. Poestion, Wien: Verlag Carl
Gerold’s Sohn, 1884.
14 Joseph Calasanz Poestion, Island. Das Land und seine Bewohner nach den neuesten Quellen, Wien:
Brockhausen & Bräuer, 1885.
15 Joseph Calasanz Poestion, Isländische Dichter der Neuzeit in Charakteristiken und übersetzten Proben
ihrer Dichtung mit einer Übersicht des Geisteslebens auf Island seit der Reformation, Leipzig: Verlag G.H.
Meyer, 1897; sami, Eislandblüten: ein Sammelbuch neu-isländischer Lyrik mit einer kultur- und literar-
historischen Einleitung und erläutenden Glossen, Leipzig og München: Verlag Georg Müller, 1904.
16 Valtýr Guðmundsson, „Íslenzk nútíðarskáld“, Eimreiðin 4(1)/1898, bls. 70–80.