Milli mála - 2018, Síða 97

Milli mála - 2018, Síða 97
MARION LERNER Milli mála 10/2018 97 hálfu þýðandans.27 Í lokakaflanum bendir Genette á hliðartextalegt mikilvægi þýðinga, svo fremi sem þýðingarnar hafi verið gerðar af höfundinum sjálfum eða fengið yfirlestur og ritstjórn höfundar.28 Samkvæmt Genette má þá túlka þýðingu sem síðbúinn hliðartexta sem fjallar um eða útvíkkar hið eiginlega verk, þ.e. frumtextann. Hann fjallar ekki um þýðingar sem sjálfstæðar útgáfur sem eigi sér ábyrgan höfund. Eins og þýðingafræðingurinn Şehnaz Tahir Gürçağlar gerir grein fyrir, festir Genette hér í sessi hina afleiddu og þar með undirskipuðu stöðu hins þýdda texta og heldur þann- ig tryggð við hefðbundna valdaskipan frum- og marktexta.29 Hér birtist einnig annað vandamál: Hjá Genette er það skilgreiningarat- riði að hliðartextar endurspegla ásetning höfundar og eru ritaðir á ábyrgð hans. Þessari skilgreiningu er erfitt að halda til streitu og dugar í því sambandi að nefna dæmi á borð við fréttatilkynningar.30 Sé sjónarhorn þýðingafræðinnar tekið með í reikninginn, þ.e. að marktexti eigi sér sjálfstæð hlutverk í nýju samhengi og fyrir nýjan lesendahóp, er ekki hægt að komast sérlega langt áleiðis á þessum „genettísku“ forsendum. Engu að síður er mögulegt að beita yfir- gripsmikilli flokkun Genettes til að skoða notkun hliðartexta við útgáfu þýðinga. Þýðandinn þarf þá að fá hlutverk höfundar, sem á í samskiptum við almenning og mögulega lesendur í nýju umhverfi. Sjónum er því beint að þeim hliðartextum sem þýðandi lætur fylgja með megintexta sínum og eru þannig hluti af þýðingunni. Í greiningu sinni gengur Mary Louise Wardle skrefinu lengra og snýr sambandi frumtexta og marktexta við. Hún færir rök fyrir því að líta eigi á hverja þýðingu sem sjálfstæðan texta sem hefur yfir safni hliðartexta að ráða. Á endanum verður frumtextinn þá að einum af mörgum hliðartextum hlutaðeigandi marktexta.31 Sú túlkun er í þessari grein látin liggja milli hluta. 27 Gérard Genette, Paratexte, 2016, formáli: bls. 169, tileinkun: bls. 127. 28 Sama rit, bls. 386. 29 Şehnaz Tahir Gürçağlar, „What Texts Don’t Tell. The Uses of Paratexts in Translation Research“, í: Theo Hermans (Hrg.), Crosscultural Transgressions, Manchester: St. Jerome Publishing, 2002, bls. 44–60. 30 Genette, Paratexte, 2016, bls. 11. 31 Mary Louise Wardle, „Alice in Busi-Land: The Reciprocal Relation Between Text and Paratext“, Translation Peripheries. Paratextual Elements in Translation, ritstj. Anna Gil-Bardají, Pilar Orero og Sara Rovira-Esteva, Bern, Berlin o.fl.: Peter Lang Verlag, 2012, bls. 27–41, hér bls. 28.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Milli mála

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.