Studia Islandica - 01.06.1941, Síða 9

Studia Islandica - 01.06.1941, Síða 9
FORMÁLI. Með íslending'um og Frökkum hefir frá fornu fari verið vinátta, og hefir engan skugga borið þar á. Franskir vísindamenn hafa um langt skeið heimsótt ísland, einkum á síðustu 100 árum, og fengizt við margs konar rannsóknir á landi voru og náttúru þess, steinum, jurtum og jarðmyndunum. Þeir hafa mælt strauma sjávar, dýpt hans og hita og ritað um þessar rannsóknir aragrúa af ritgerðum, er bera vott um vísindalega nákvæmni og alúð. Fara þessar rann- sóknir einkum í vöxt eftir leiðangur Gaimard’s og félaga hans, er komu hingað 1835 og 1836 og gáfu síðan út afarstórt ritverk í 9 bindum, sem frægt varð víða um lönd. í þeirri för var Marmier, er samdi bókmenntasögu íslenzka á frönsku. En löngu áður höfðu franskir vísindamenn tekið að sinna íslenzkum fræðum, m. a. Maza- rin ráðherra á 17. öld, er safnaði íslenzkum bókum og vildi fá Stefán Ólafsson skáld til þess að gerast íslenzkur fornfræðingur í París, þótt úr þeirri för yrði ekki. Á þessum síðustu 100 árum hafa fransk- ir vísindamenn snúið á frönsku mörgum íslendingasögum, Konunga- sögum og ýmsum köflum úr ritum Snorra Sturlusonar, báðum Edd- um, mörgum Fornaldarsögum og samið fræðilegar ritgerðir um íslenzkar fornbókmenntir. Af síðari tíma ritum hefir hins vegar fátt verið þýtt á frönsku nema Lilja Eysteins, ein skáldsaga eftir Hall- dór Kiljan Laxness og nokkur kvæði eftir Tómas Guðmundsson. Franskir ferðamenn hafa um langt skeið heimsótt Island og ritað ferðabækur með lýsingum á landi og þjóð, sem bera flestar vott um hlýjan hug til íslendinga, þótt út af kunni að bregða, enda margar lítils verðar. Nokkurir Frakkar hafa samið skáldsögur og leikrit um íslenzk efni eða um líf franskra sjómanna við strendur íslands eins og Victor Hugo, Pierre Loti o. fl. Öll þessi starfsemi franskra vísindamanna og rithöfunda hefir aðeins orðið kunn nokkurum hluta íslendinga. Hins vegar hefir sambúð franskra sjómanna og íslend- inga um eitt skeið verið mjög náin og telst svo til, að fyrir og um síðustu aldamót hafi 3—4000 franskir sjómenn stundað veiðar við strendur íslands. Reistu þeir sér spítala á nokkurum stöðum á land- inu og höfðust við í landi í eigin húsum, eins og kunnugt er.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.