Studia Islandica - 01.06.1941, Blaðsíða 11
I. ÍSLENDINGAR 1 FRAKKLANDI.
Viðskipti Frakka og íslendinga hafa eðlilega verið lítil
allt frá landnámsöld. íslendingar þeir, er utan fóru í forn-
öld, leituðu einkum til Norðurlanda, Englands og Þýzka-
lands, og þeir, er suður gengu, fóru venjulega eystri leið-
ina yfir Þýzkaland. Þó er sagt frá nokkurum Islendingum,
er fóru til Frakklands. Njála segir frá því, að Kári Söl-
mundarson hafi vegið Gunnar Lambason í Orkneyjum og
Kol Þorsteinsson á Bretlandi (í Wales), 6n síðan gekk
hann suður og þá lausn og fór hina vestri leið um Frakk-
land.1) Fór hann frá Normandí yfir Frakkland til Róma-
borgar. Sighvatr Þórðarson, skáld, hefir farið í kaupferð
frá Noregi til Rúðuborgar og minnzt þeirrar ferðar í
Vesturfararvísum sínum (1025—26):
Bergr, hofum minnzk, hvé, margan
morgin Rúðuborgar,
borð létk í for fyrða
fest við arm inn vestra.
Frægust er utanför Sæmundar prests Sigfússonar fróða
(1056—1183), er dvaldist lengi í Frakklandi, að líkindum
í París. I Islendingabók Ara, er hann segir frá lögsögu-
mönnum og nefnir Sighvat Surtsson (er var lögsögumað-
ur 1076—83), minnist hann á Sæmund: „Á þeim dogum
kom Sæmundr Sigfússon sunnan af Frakklandi hingat til'
1) Um ferðir íslendinga í fornöld sbr. ritgerð Boga Th. Melsteðs:
Perðir, siglingar og samgöngur milli Islands og annarra landa á
dögum þjóðveldisins (Safntil sögu íslands, IV. bindi).