Studia Islandica - 01.06.1941, Page 14
12
mér“. Jón gerir svá. Þá gat meistarinn enn sét stjQrnu
Sæmundar, ok mælti: „Blóð er nú um stjornu meistarans
Kolls, ok er nú víst, at þessi útlendingr hefir fyrirfarit
honum“; ok því hverfr hann aftr leið sína. En þeir Sæ-
mundr ok hinn heilagi Jón fara sinn veg framleiðis. Þat
er enn at segja, at þá er þessi hinn fróði meistari kom
heim, reyndi hann list sína enn af nýju, ok sá enn stjQrnu
Sæmundar ok mælti: „Á lífi er enn Kollr, lærisveinn
minn, er betr er, en nógu mart hefir ek kennt honum. Þvl
at hann sigrar mik nú í stjQrnuíþrótt ok bragðvísi sinni,
ok fari þeir nú heilir ok vel, því at ekki get ek á móti staðit
þeirra brottferð, ok mikils man Jóni þessum auðit verða,
ok langæligar nytjar munu menn hafa hans hamingju".
En þeir Jón fóru leiðar sinnar, ok fórst þeim vel ok greið-
liga“.
Síðan er sagt frá því, að þeir Jón og Sæmundur komu
út til fslands og settust í bú, hver á sína föðurleifð, Jón á
Breiðabólstað í Fljótshlíð, en Sæmundur í Odda. En þessi
kynjafrásögn um brottferð þeirra Jóns og Sæmundar hef-
ir orðið grundvöllur hinna alkunnu þjóðsagna um Sæ-
mund, er hafa lifað fram á þennan dag.1) Eru þær margs
konar og frá ólíkum tímum, sumpart úr handritum ein-
stakra manna, einnig úr safni Árna Magnússonar (eftir
frásögnum ýmissa manna), eða munnmælasagnir úr ýms-
um landshlutum, einkum Borgarfirði og Múlasýslum. Eru
þær prentaðar í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (I, 485—
504).2) Halldór Hermannsson, prófessor, hefir ritað ítar-
lega um Sæmund í ritsafninu Islandica.3) Segir hann þar,
1) Hefir t. d. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari gert höggmynd
af Sæmundi á selnum.
2) Sbr. ennfremur Konr. Maurer: Islándische Volkssagen der
Gegenwart, Leipzig 1860, 118—127. Maurer segir í riti þessu sögu
eina af Sæmundi, sem er ekki í þjóðsögunum. Hefir hann söguna
eftir Guðbrandi Vigfússyni (bls. 124).
3) Sæmund Sigfússon and the Oddaverjar. Islandica XXII. Ithaca,
New York 1932. Um Sæmund hafa einnig ritað Magnús Jónsson
próf. í Eimreiðinni 1922, 316—331 (Sæmundur fróði) og Guðmundur