Studia Islandica - 01.06.1941, Qupperneq 16
14
Næsti íslendingur, er sögur fara af, að komið hafi til
Parísar, er Þorlákur biskup Þórhallsson (1133—1193).
Dvaldist hann um skeið í París, eins og segir í Þorláks
sögu biskups hinni elztu.1) Fór hann utan á unga aldri:
„..., þá fýstist hann utanferðar ok vildi þá kanna siðu ann-
arra góðra manna, ok fór hann af íslandi, ok er ekki sagt
af hans ferðum, unz hann kom í París ok var þar í skóla,
svá lengi sem hann þóttist þurfa til þess náms, sem hann
vildi þar nema“. En í sögu Þorláks biskups hinni yngri2)
er sagt frá því, að hann hafi verið 6 ár í utanferð, en
eftir að hann hafði verið í París, dvaldist hann um skeið
í Lincoln í Englandi. Er hann var orðinn biskup, vígði
hann kirkju eina á Streiti í Breiðdalsþingum hinum heilaga
Germanus, en hann var sérstaklega tignaður í Frakklandi,
og má af því marka, að hann hefir minnzt veru sinnar í
Frakklandi af þakklátum huga.3)
Á þessum tíma hafa og nokkur verzlunarviðskipti verið
milli Frakklands og íslands. í Fornbréfasafninu (Dipl.
Isl. I, 718) er birtur reikningur um gjaldgreiðslur til
Englakonungs svo sem hertoga af Normandí fyrir selda
íslenzka ull og íslenzkt skip árið 1198, er sýnir, að það ár
hefir að minnsta kosti eitt íslenzkt skip komið til Rúðu-
borgar og að farmur þess hefir að nokkuru leyti verið ull.
Eftir að Vilhjálmur bastarður vann England 1066, hélt
hann jafnframt hertogadæminu í Normandí og hafði tekj-
ur af því.
Þá er næst getið um Jón biskup Halldórsson, er var
norskur að ætt (f 1339, biskup 1322—39); að hann dvald-
ist um skeið í París og segir af honum í þæcti af Jóni
biskupi Halldórssyni.4) Var hann 13. biskup í Skálholti
og vígðist 1322 af Eylífi erkibiskupi í Noregi, en hann
hafði verið við nám í París og kom 1323 til íslands. 1 ís-
1) Bisk. I, 92.
2) Bisk. I, 267.
3) Sbr. Dipl. Isl. I, 260 (máldagi fyrir Germanus kirkju).
4) Bisk. II, 223 o. áfr.