Studia Islandica - 01.06.1941, Síða 20
18
Um utanfarir annarra nafnkunnra íslendinga á fyrri
öldum er lítt kunnugt. Það var í ráði, að Stefán Ólafsson
skáld (1620—1688) færi til Frakklands í boði Mazarins
ráðherra og gerðist þar fornfræðingur. Er allítarlega sagt
frá þessum ráðagerðum í ævisögu hans eftir dr. Jón Þor-
kelsson, framan við kvæði hans, útgáfu Bókmenntafélags-
ins 1885, I, bls. XLVI o. áfr. Segir þar m. a.: „Áhugi Ma-
zarins ráðherra í Frakklandi var þá orðinn svo mikill að
safna íslenzkum bókum og efla íslenzk fræði, að Vorm átti
að vera honum í útvegum með að fá einhvern lærðan ís-
lending til þess að fara til Parísarborgar og gerast þar
íslenzkur fornfræðingur (antiquarius). Var þá í ráði vor-
ið 1646, að Stefán Ölafsson tækist þetta á hendur fyrir
álitleg laun, vildi hann þó ekki gera út um það, fyrri en
hann hefði ráðfært sig við foreldra sína —“. Ur förinni
varð þó ekki.
Svipað tilboð fékk löngu síðar Hannes Finnsson biskup
(1739—1796). Var hann vel að sér í frönsku, og eru til
mörg bréf eftir hann á frönsku í Bréfa- og minnisbók
hans, m. a. eitt ti-1 frænda hans, Jóns Jónssoqar á Móeiðar-
hvoli (okt. 1768). Franski sendiherrafulltrúinn í Kaup-
mannahöfn, Le Sueure, bauð honum, í umboði frönsku
stjórnarinnar, að gerast konunglegur þýðari í tungumál-
um Norðurlanda (interpres regius linguarum septentri-
onalium) í París, en Hannes hafnaði þessu boði (sjá rit
Jóns Helgasonar biskups um Hannes Finnsson, Reykja-
vík 1936).
Um miðja 18. öld var íslenzkur bóndi, Árni Magnússon,
á flakki um víða veröld, oftast í siglingum, og munu fáir
eða engir íslendingar fram að þeim tíma hafa farið jafn-
víða. Var hann fæddur í Snóksdal í Dalasýslu, en reisti
síðar bú á Geitastekk í sömu sýslu. 1753 fór hann utan,
kom heim nálægt 1796, en fór aftur utan 1801, og eftir
þann tíma voru litlar spurnir af honum. Fór hann m. a.
til Grænlands, austur til Rússlands, um vesturhluta Ev-
rópu, inn Miðjarðarhaf til Tyrklands, komst til Indlands