Studia Islandica - 01.06.1941, Síða 24
22
tilefni bréfsins var, að síra Baudoin, kaþólskur prestur í
Reykjavík, hafði samið varnarrit um kaþólska trú gegn
„Samanburði á ágreiningslærdómi katólsku og protestant-
isku kirkjunnar" eftir Sig. Melsted (sjá bls. 31). Birtist
svar frá Baudoin og félaga hans við þessu bréfi: J. E. Bau-
doin og J. de Kiere: Svar hinna katólsku presta upp á
l. bréfið frá París------(Reykjavík 1866). Ekki urðu
bréf Eiríks fleiri, en margt hafði hann fyrir stafni í París,
reit m. a. grein í tímarit Ólafs Gunnlaugssonar „Le Nord“
og flutti fyrirlestur á ensku í St. Denis um trúar- og biblíu-
málefni íslands. Eiríkur kom síðar til Frakklands og var
m. a. staddur á 1000 ára hátíðinni í Rúðuborg (Rouen)
1911.1)
Þá dvaldist Frímann B. Arngrímsson í París árum
saman. Fluttist hann 1907 til Islands og ritaði hann end-
urminningar sínar,2) er segja frá ömurlegu lífi þessa
auðnuleysingja, er barðist um langt skeið fyrir ýmsum
hugsjónamálum sínum, einkum raflýsingu á íslandi, og
missti aldrei trúna á framgang þessara mála, eins og sjá
má af tímariti því „Fylkir“, er hann gaf út á Akureyri.
1911, í júnímánuði, var haldin 1000 ára hátíð í Rúðu-
borg (Rouen) í Normandí og fóru þangað tveir Islending-
ar sem fulltrúar fyrir hönd íslands, þeir Skúli Thorodd-
sen, forseti Sameinaðs Alþingis, og dr. Guðmundur Finn-
bogason. Flutti hann kveðju frá íslandi og hefir ritað um
þessa ferð sína.3)
Af íslenzkum rithöfundum, er dvalizt hafa í Frakklandi
á síðustu áratugum, má nefna Einar Benediktsson, er oft-
sinnis kom til Frakklands, Davíð Þorvaldsson stúdent, er
1) Eftir Eirík er til á frönsku: Bénédictins en Islande, í Revue
Bénédictine 1898, 15, 145—158 og 193—199. Eiríkur ritaði um
Dreyfusmálið í Framsókn 1900, 6. ár (endurprentað í Freyju, 3. bd.,
3—10 og 69—75).
2) Minningar frá London og París. Akureyri 1938.
3) f „Ingólf“ 1911. Rrjða hans við þetta tækifæri kom út í Revue
Scandinave.