Studia Islandica - 01.06.1941, Síða 26
24
II. FRAKKAR Á ÍSLANDI.
Jón biskup helgi Ögmundsson hafði franskan kennara
við skóla sinn til að kenna söng eða versagjörð. Um hann
segir í Jóns-sögu hins helga, eftir Gunnlaug munk: „einn
franzeis, Rikini — svá gloggr var hann í sgnglist ok minn-
igr, at hann kunni utanbókar allan spng á tólf mánuðum,
bæði í dagtíðum ok óttusgngum, með gruggri tónasetning
ok hljóðagrein".* 1) Er enginn vafi á, að slíkur lærdóms-
maður hafi haft mikil áhrif á íslenzkan kirkjusöng.
í íslenzkum heimildum er við og við getið um frönsk
skip, er til íslands hafa komið, einkum til fiskveiða eða til
eftirlits með frönskum skipum, einkum á síðari árum.
Einstöku franskir ferðalangar hafa komið til íslands,
dvalizt þar stuttan tíma og sumir ritað bækur eða blaða-
greinar frá þessu ferðalagi og eru slíkar ferðalýsingar,
eins og við er að búast, venjulega nauðaómerkilegar.2)
Frönsk skip hafa stundað fiskveiðar við ísland í mörg
hundruð ár og hafa verið tímaskipti að þessu. Stundum
hafa þau verið við ísland í tugatali, ef ekki hundraða,
einkum á seinni hluta 19. aldar og haft bækistöðvar á
nokkurum stöðum á landinu, einkum Reykjavík, Vest-
mannaeyjum, Fáskrúðsfirði, Vopnafirði og Patreksfirði.
í ævisögu Jóns Ólafssonar Indíafara er sagt frá því,
að 1627 (Tyrkjaránsárið) komu tvö ensk skip til íslands
„til að taka franska hér við land, eður hvar annarsstaðar
á sjóum hvar þá hittu“. Fundu þeir franskt hvalaskip við
Látrabjarg og tóku, og hét skipstjórinn Dominigo, er
et théatral XXVII, nr. 17 (endurprentuð 1943 í riti höf.: íslands
Fata morgana, bls. 114—119).
1) Bisk. I, 239.
2) í bréfum Gullbringu- og Kjósarsýslu 1767—1803 (í Þjóðskj.s.)
er getið Hafnarfjarðar í franskri heimslýsingu eftir André Thevet
1575. Sbr. Sig. Skúlason: Saga Hafnarfjarðar. Reykjavík 1933,
bls. 105.